Sport

Kolbeinn jafnaði sinn besta árangur | Arna Stef­an­ía með nýtt met

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn Höður nálgast Íslandsmet Jóns Arnars.
Kolbeinn Höður nálgast Íslandsmet Jóns Arnars. vísir/valli
Kol­beinn Höður Gunn­ars­son úr FH vann  í 100 metra hlaupi karla á 10,61 sek­úndum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Þórsvelli á Akureyri. Kolbeinn jafnaði sinn besta tíma í hlaupinu.

Arna Stef­an­ía Guðmunds­dótt­ir úr FH setti nýtt met í flokki 22 ára og yngri þegar hún kom í mark á 53,91í 400 metra hlaupi en hún vann einnig í 100 metra grindahlaup þegar hún kom í mark á 13,86 sekúndum.

Ásdís Hjálms­dótt­ir, Ármanni, vann spjótkastið þegar hún kastaði 55,60 metra. Hrafn­hildur Eir Hermóðsdótt­ir, ÍR,  kom fyrst í mark í 100 metra hlaupinu á 11,83 sekúndum.

Það var Irma Gunn­ars­dótt­ir, Breiðablik, sem stóð uppi sem sigurvegari í langstökki kvenna en hún stökk 5,44 metra. Hildur Steinunn Egilsdóttir vann stangastökkskeppnina þegar hún fór yfir 3,32 metra. FH-ingar voru ekki hættir en Örn Davíðsson tók hástökkskeppnina þegar hann stökk yfir 1,93 metra.

Meistaramótið heldur áfram á Þórsvellinum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×