Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Raufarhóls, segir mikilvægt að vernda hellinn fyrir ásókn ferðamanna. Mynd/Raufarhóll Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira