Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2016 09:07 Khan-hjónin ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins fyrr í vikunni. Vísir/AFP Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004. Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37
Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58
Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00