Innlent

Óhætt að bæta sólarvörn á innkaupalistann fyrir helgina

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands fyrir hádegi á sunnudag.
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands fyrir hádegi á sunnudag. Vísir/vedur.is
Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga og virðist ekki vera neitt lát á. Búist er við fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt á landinu í dag og á morgun. Mjög óstöðugt loft er yfir landinu og því má búast við auknum skúramyndunum yfir daginn með góðum skúradembum síðdegis, einkum inn til landsins.

Búist er við að hiti verði frá átta stigum og allt að fimmtán stigum. Spáin fyrir helgina er á sömu nótum, bongóblíða ef svo má segja og ekki úr vegi fyrir landsmenn að birgja sig hreinlega upp af sólarvörn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar skúrir síðdegis. Hiti 10 til 17 stig.

Á sunnudag:

Norðan 3-8 m/s, en 8-13 austast. Víða léttskýjað, en smáskúrir A-lands. Hiti 9 til 18 stig að deginum, hlýjast á S- og SV-landi.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Norðanátt og skúrir á N- og A-landi, en úrkomulítið S- og V-lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast syðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×