Icelandair um mál 14 ára drengsins: Gengu úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2016 13:09 Guðjón segir algengt að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu. Vísir/Pjetur Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14