Skoða tvíhliða samning við Breta óháð afstöðu annarra þjóða Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2016 18:30 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð því hvað stjórnvöld í Noregi og Liechtenstein gera. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu utanríkisráðherra um sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Meirihluti Breta studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit hinn 23. júní síðastliðinn. Íslendingar hafa mikla hagsmuni af traustu viðskiptasambandi við Breta enda kaupa þjóðirnar mikið af vöru og þjónustu af hvor annarri. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu stjórnvalda hér á Íslandi vegna útgöngu Breta úr ESB. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagsmunaaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að unnið sé eftir þremur sviðsmyndum. „Í fyrsta lagi erum við að skoða víðtækan viðskiptasamning við Breta. Í öðru lagi erum við að skoða að EFTA-ríkin myndu sameiginlega gera samning við Breta. Í þriðja lagi erum við að skoða þegar Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið hvort EES-ríkin myndu ganga inn í þann samning,“ segir Lilja. Fyrsta sviðsmyndin sem Lilja nefndi er tvíhliða samningur sem Ísland og Bretland myndu gera. Það er ekki útilokað að það þjóni hagsmunum Íslands að gera slíkan samning óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein, hinna EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum. „Mín afstaða er sú að við eigum ekki að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við erum að fara í umfangsmikla greiningarvinnu sem miðar að því að tryggja íslenska hagsmuni og skipan okkar samskipta við Breta. Á þessum tímapunkti er algjörlega ómögulegt að útiloka eitt eða neitt.“ Brexit Tengdar fréttir Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir vel koma til greina að íslensk stjórnvöld geri tvíhliða fríverslunarsamning við Bretland til að verja hagsmuni sína þegar Bretar hætta í ESB óháð því hvað stjórnvöld í Noregi og Liechtenstein gera. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu utanríkisráðherra um sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Meirihluti Breta studdi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit hinn 23. júní síðastliðinn. Íslendingar hafa mikla hagsmuni af traustu viðskiptasambandi við Breta enda kaupa þjóðirnar mikið af vöru og þjónustu af hvor annarri. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra að skipa sérstaka ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu stjórnvalda hér á Íslandi vegna útgöngu Breta úr ESB. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagsmunaaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að unnið sé eftir þremur sviðsmyndum. „Í fyrsta lagi erum við að skoða víðtækan viðskiptasamning við Breta. Í öðru lagi erum við að skoða að EFTA-ríkin myndu sameiginlega gera samning við Breta. Í þriðja lagi erum við að skoða þegar Bretar gera útgöngusamning við Evrópusambandið hvort EES-ríkin myndu ganga inn í þann samning,“ segir Lilja. Fyrsta sviðsmyndin sem Lilja nefndi er tvíhliða samningur sem Ísland og Bretland myndu gera. Það er ekki útilokað að það þjóni hagsmunum Íslands að gera slíkan samning óháð afstöðu stjórnvalda í Noregi og Liechtenstein, hinna EFTA-ríkjanna sem eiga aðild að EES-samningnum. „Mín afstaða er sú að við eigum ekki að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við erum að fara í umfangsmikla greiningarvinnu sem miðar að því að tryggja íslenska hagsmuni og skipan okkar samskipta við Breta. Á þessum tímapunkti er algjörlega ómögulegt að útiloka eitt eða neitt.“
Brexit Tengdar fréttir Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkisstjórn skipar ráðherranefnd vegna Brexit Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu íslenskra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr ESB. 19. ágúst 2016 14:35