Nú skal mismuna eftir aldri Pétur Sigurðsson og skrifa 11. ágúst 2016 06:00 Ég er ýmsu vanur frá pólitíkusum. Búandi í Flórída þá heyri ég ruglið í Hillary Clinton og Donald Trump á ljósvakamiðlum mörgum sinnum á dag. En að íslenskur ráðherra skyldi slá þeim við í ruglinu átti ég ekki von á. Fréttin á heimasíðu Ríkisútvarpsins þann 7. júlí, þar sem haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra, að ríkisstjórnin sé að skoða þann möguleika að banna lán til fólks, ef það getur ekki greitt lánið upp áður en það er komið á ellilífeyrisaldur. Hér í Bandaríkjunum myndi þetta flokkast sem mismunun vegna aldurs. Að mismuna einhverjum vegna aldurs, sama hvort það er í atvinnu, vegna fjármála eða annars er alríkisglæpur í Bandaríkjunum. Það að Sigurður Ingi skuli taka þannig til orða að kalla þetta „spennandi“ verkefni finnst mér alveg ótrúlegt og myndi flokkast hér sem tilraun til pólitísks sjálfsmorðs. Hér í Bandaríkjunum ræður greiðslugeta fólks því hvort það fær lán eða ekki. Aldur, kyn, litarháttur, uppruni, trú, hjúskaparstaða eða hvort tekjurnar koma frá hinu opinbera má ekki ráða því hvort þú ert lánshæfur eða ekki. Það eru tvenn alríkislög sem fjalla um þessa þætti, annað er lagaflokkur sem fjallar um lánsmöguleika fólks (Equal Credit Opportunity Act) og hinn lagaflokkurinn er hluti af húsnæðislöggjöfinni hér (Fair Housing Act). Báðir þessir lagaflokkar voru settir til þess að koma í veg fyrir mismunun eins og ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar virðist ætla að leggja fyrir Alþingi. Ég hélt að svona forræðishyggjustjórnarhættir væru fyrir löngu aflagðir og hefðu að mestu leyti horfið á svipuðum tíma og Berlínarmúrinn féll. Hafi ríkisstjórnin áhyggjur af því að fólk geti ekki séð fjárhag sínum borgið, því býður hún þá fólki ekki upp á námskeið í fjármálalæsi, námskeið eða kynningar á nauðsynlegu lágmarksviðhaldi húsa og svo framvegis? Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að ráðskast með eða skipuleggja fjárhag heimilanna. Ég er að velta því fyrir mér hvað er hérna um að vera. Er íslenska þjóðin orðin svona ósjálfstæð, að ríkisstjórnin þurfi að ákveða fyrir hana hvað henni er hollt eða ekki, eða er ríkisstjórnin búin að missa sambandið við þjóðina og lifir í sínum eigin sýndarveruleika? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Ég er ýmsu vanur frá pólitíkusum. Búandi í Flórída þá heyri ég ruglið í Hillary Clinton og Donald Trump á ljósvakamiðlum mörgum sinnum á dag. En að íslenskur ráðherra skyldi slá þeim við í ruglinu átti ég ekki von á. Fréttin á heimasíðu Ríkisútvarpsins þann 7. júlí, þar sem haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra, að ríkisstjórnin sé að skoða þann möguleika að banna lán til fólks, ef það getur ekki greitt lánið upp áður en það er komið á ellilífeyrisaldur. Hér í Bandaríkjunum myndi þetta flokkast sem mismunun vegna aldurs. Að mismuna einhverjum vegna aldurs, sama hvort það er í atvinnu, vegna fjármála eða annars er alríkisglæpur í Bandaríkjunum. Það að Sigurður Ingi skuli taka þannig til orða að kalla þetta „spennandi“ verkefni finnst mér alveg ótrúlegt og myndi flokkast hér sem tilraun til pólitísks sjálfsmorðs. Hér í Bandaríkjunum ræður greiðslugeta fólks því hvort það fær lán eða ekki. Aldur, kyn, litarháttur, uppruni, trú, hjúskaparstaða eða hvort tekjurnar koma frá hinu opinbera má ekki ráða því hvort þú ert lánshæfur eða ekki. Það eru tvenn alríkislög sem fjalla um þessa þætti, annað er lagaflokkur sem fjallar um lánsmöguleika fólks (Equal Credit Opportunity Act) og hinn lagaflokkurinn er hluti af húsnæðislöggjöfinni hér (Fair Housing Act). Báðir þessir lagaflokkar voru settir til þess að koma í veg fyrir mismunun eins og ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar virðist ætla að leggja fyrir Alþingi. Ég hélt að svona forræðishyggjustjórnarhættir væru fyrir löngu aflagðir og hefðu að mestu leyti horfið á svipuðum tíma og Berlínarmúrinn féll. Hafi ríkisstjórnin áhyggjur af því að fólk geti ekki séð fjárhag sínum borgið, því býður hún þá fólki ekki upp á námskeið í fjármálalæsi, námskeið eða kynningar á nauðsynlegu lágmarksviðhaldi húsa og svo framvegis? Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að ráðskast með eða skipuleggja fjárhag heimilanna. Ég er að velta því fyrir mér hvað er hérna um að vera. Er íslenska þjóðin orðin svona ósjálfstæð, að ríkisstjórnin þurfi að ákveða fyrir hana hvað henni er hollt eða ekki, eða er ríkisstjórnin búin að missa sambandið við þjóðina og lifir í sínum eigin sýndarveruleika?
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun