Bandaríski leikarinn Gene Wilder er látinn 83 ára að aldri. Wilder var best þekktur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Blazing Saddles, Young Frankenstein og Willy Wonka and The Chocolate Factory.
Lést hann í dag á heimili sínu í Connecticut-ríki Bandaríkjanna og er dánarorsök talin tengjast Alzheimer-sjúkdóminum.
Var hann tvisvar tilnefndur til Óskarsverðlauna, fyrst fyrir hlutverk sitt í The Producers og síðar fyrir að vera einn af handritshöfundum Young Frankenstein.
Wilder var virkastur á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en lék síðast í gamanþáttunum Will & Grace og hlaut hann Emmy-verðlaunin fyrir hlutverk sitt í þáttunum.
Gene Wilder látinn
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
