Donald Trump segir Hillary Clinton vera fordómafulla Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 23:52 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ásakað mótherja sinn, Hillary Clinton, um að vera fordómafulla. CNN og BBC fjölluðu um málið í dag. Trump hyggst nú höfða til minnihlutahópa og á framboðsfundi í Mississippi sagði hann að Clinton „sæi litaða Bandaríkjamenn aðeins sem atkvæði, ekki sem manneskjur sem ættu rétt á betri framtíð.“ Í samtali við CNN í dag skaut Trump áfram föstum skotum og sagði, „Hún er fordómafull. Hún er ekki að gera neitt til að hjálpa þessum [minnihluta]samfélögum. Þetta er allt í munninum á henni, en hún gerir svo ekki neitt. Stefna hennar er fordómafull því hún veit að hún er ekki að fara að virka.“ Þá sagði Trump að sú stefna sem Demókrataflokkurinn væri að fylgja væri ástæða þess að svo illa væri komið fyrir minnihlutahópum í Bandaríkjunum í dag. „Sjáið bara allt sem hefur gerst vegna stefnu hennar og Obama. Sjáið bara alla fátæktina, hvernig hún eykst, og hvernig ofbeldi hefur aukist.“ Fréttamaður CNN spurði þá hvort hann teldi að þetta væri allt tilkomið vegna haturs og fordóma Hillary. „Já, eða kannski er hún bara löt,“ svaraði Trump. Hillary Clinton svaraði upprunalegu ummælunum í símaviðtali á CNN. „Donald Trump hefur sýnt okkur hver hann er. Hann hefur gert hatursorðræðu að sinni ríkjandi stefnu og notað hana í kosningabaráttu sinni.“ „Þetta er maður sem hefur dregið ríkisborgararétt forsetans [Obama] í efa, hann hefur sóst eftir stuðningi frá öfgaþjóðernissinnum, hefur hótað fjöldabrottvísun múslima. Þetta er maður sem er sjálfur mjög fordómafullur í sinni stefnu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ásakað mótherja sinn, Hillary Clinton, um að vera fordómafulla. CNN og BBC fjölluðu um málið í dag. Trump hyggst nú höfða til minnihlutahópa og á framboðsfundi í Mississippi sagði hann að Clinton „sæi litaða Bandaríkjamenn aðeins sem atkvæði, ekki sem manneskjur sem ættu rétt á betri framtíð.“ Í samtali við CNN í dag skaut Trump áfram föstum skotum og sagði, „Hún er fordómafull. Hún er ekki að gera neitt til að hjálpa þessum [minnihluta]samfélögum. Þetta er allt í munninum á henni, en hún gerir svo ekki neitt. Stefna hennar er fordómafull því hún veit að hún er ekki að fara að virka.“ Þá sagði Trump að sú stefna sem Demókrataflokkurinn væri að fylgja væri ástæða þess að svo illa væri komið fyrir minnihlutahópum í Bandaríkjunum í dag. „Sjáið bara allt sem hefur gerst vegna stefnu hennar og Obama. Sjáið bara alla fátæktina, hvernig hún eykst, og hvernig ofbeldi hefur aukist.“ Fréttamaður CNN spurði þá hvort hann teldi að þetta væri allt tilkomið vegna haturs og fordóma Hillary. „Já, eða kannski er hún bara löt,“ svaraði Trump. Hillary Clinton svaraði upprunalegu ummælunum í símaviðtali á CNN. „Donald Trump hefur sýnt okkur hver hann er. Hann hefur gert hatursorðræðu að sinni ríkjandi stefnu og notað hana í kosningabaráttu sinni.“ „Þetta er maður sem hefur dregið ríkisborgararétt forsetans [Obama] í efa, hann hefur sóst eftir stuðningi frá öfgaþjóðernissinnum, hefur hótað fjöldabrottvísun múslima. Þetta er maður sem er sjálfur mjög fordómafullur í sinni stefnu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00
Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30
Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53