Trump hefur lagt til að reistur verður þrjú þúsund kílómetra langur veggur eftir landamærum ríkjanna svo hindra megi straum ólöglegra innflytjenda frá Suður- og Mið-Ameríku inn til Bandaríkjanna. Vill hann að Mexíkó fjármagni vegginn, tillaga sem hefur ekki notið vinsælda þar í landi. Mótmælt var við komu Trump til landsins.
Ekki var rætt um vegginn, né hver myndi, greiða fyrir hann á fundi þeirra en báðir voru þeir ánægðir með samræðurnar.
„Við erum kannski ekki sammála um ákveðna hluti en við ræddum mikilvægi þess að halda landamærunum opnum,“ sagði Pena við blaðamenn að loknum fundi. „Við ræddum ekki um hver myndi greiða fyrir vegginn.“