Styttum vinnuvikuna Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. september 2016 10:00 Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Skýrar vísbendingar eru um það að styttri vinnuvika geti leitt til meiri framleiðni og hafi jákvæð áhrif á vellíðan starfsfólks. Þess vegna eigum við að stytta vinnuvikuna. Vinnutími á Íslandi er lengstur allra landa í Evrópu, ef litið er til vinnustunda þeirra sem vinna fulla vinnu. Tengsl eru á milli styttri vinnutíma og meiri framleiðni. Ef Ísland er borið saman við hin norrænu ríkin sést að á Íslandi er unnið meira en annars staðar á Norðurlöndunum, en landsframleiðsla á Íslandi er talsvert minni en í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Langur vinnudagur kemur niður á heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem vinna mjög mikið eru í meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóma og heilablóðfall en þeir sem vinna styttri vinnuviku. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað hæst allra í Evrópu en hlutfallið er mun lægra hjá hinum norrænu þjóðunum. Fullyrða má að styttri vinnudagur leiði af sér að færri brenni út í starfi. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur staðið yfir á tveimur starfsstöðum í Reykjavík í um eitt og hálft ár. Niðurstöður benda til afar jákvæðra áhrifa verkefnisins. Andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnustöðunum en samanburðarstaðnum á meðan enginn munur mælist á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma. Skammtímaveikindum fækkar á tilraunavinnustöðunum en ekki á samanburðarstaðnum. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Meginmarkmið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma. Það mikilvægasta fyrir börn eru samvistir við foreldra. Þegar við bætist aukin framleiðni, bætt heilsa og betri lífsgæði er ljóst að ráðast þarf í þær breytingar sem leiða til styttingar vinnuvikunnar. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa eðli málsins samkvæmt að koma að breytingum sem fela í sér skipulag vinnutíma sem í grunninn er snúið og snýr að lögum og gerð kjarasamninga. Ríkið á auk þess að stuðla að umfangsmiklu tilraunaverkefni á sínum starfsstöðum, standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Til mikils er að vinna og koma þannig á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Skýrar vísbendingar eru um það að styttri vinnuvika geti leitt til meiri framleiðni og hafi jákvæð áhrif á vellíðan starfsfólks. Þess vegna eigum við að stytta vinnuvikuna. Vinnutími á Íslandi er lengstur allra landa í Evrópu, ef litið er til vinnustunda þeirra sem vinna fulla vinnu. Tengsl eru á milli styttri vinnutíma og meiri framleiðni. Ef Ísland er borið saman við hin norrænu ríkin sést að á Íslandi er unnið meira en annars staðar á Norðurlöndunum, en landsframleiðsla á Íslandi er talsvert minni en í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Langur vinnudagur kemur niður á heilsu okkar. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem vinna mjög mikið eru í meiri hættu á að fá kransæðasjúkdóma og heilablóðfall en þeir sem vinna styttri vinnuviku. Hér á landi er hlutfall þeirra sem vinna meira en 50 tíma á viku hvað hæst allra í Evrópu en hlutfallið er mun lægra hjá hinum norrænu þjóðunum. Fullyrða má að styttri vinnudagur leiði af sér að færri brenni út í starfi. Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur staðið yfir á tveimur starfsstöðum í Reykjavík í um eitt og hálft ár. Niðurstöður benda til afar jákvæðra áhrifa verkefnisins. Andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnustöðunum en samanburðarstaðnum á meðan enginn munur mælist á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma. Skammtímaveikindum fækkar á tilraunavinnustöðunum en ekki á samanburðarstaðnum. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Meginmarkmið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma. Það mikilvægasta fyrir börn eru samvistir við foreldra. Þegar við bætist aukin framleiðni, bætt heilsa og betri lífsgæði er ljóst að ráðast þarf í þær breytingar sem leiða til styttingar vinnuvikunnar. Aðilar vinnumarkaðsins þurfa eðli málsins samkvæmt að koma að breytingum sem fela í sér skipulag vinnutíma sem í grunninn er snúið og snýr að lögum og gerð kjarasamninga. Ríkið á auk þess að stuðla að umfangsmiklu tilraunaverkefni á sínum starfsstöðum, standa fyrir úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna, búa til hvata fyrir sveitarfélög og fyrirtæki að stytta vinnuvikuna og kalla viðeigandi aðila saman að borðinu. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Til mikils er að vinna og koma þannig á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun