Hærri framlög til skólamála Skúli Helgason skrifar 2. september 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun