Boðar miklar breytingar á kjararáði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 10:35 Bjarni Benediktsson. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið. Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10
Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00