Boðar miklar breytingar á kjararáði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 10:35 Bjarni Benediktsson. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið. Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10
Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00