Af búvörulögum og dýraníði Hallgerður Hauksdóttir skrifar 16. september 2016 16:29 Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun