Velvildin í vaskinn Ívar Halldórsson skrifar 26. september 2016 13:16 Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun