Innlent

Fyrsta alvöru haustlægðin nálgast landið

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur fólk til að fylgjast með veðurspá í kvöld og í nótt.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur fólk til að fylgjast með veðurspá í kvöld og í nótt. Vísir/Vilhelm
Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að fylgjast vel með veðurspá í kvöld og nótt. Von er á fyrstu alvöru haustlægðinni. Búist er við allt að 5 millimetra úrkomu í kvöld á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. 

Á sunnanverðu Snæfellsnesi má gera ráð fyrir sterkum vindhviðum í kvöld og nótt, einnig undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi.

Þá hvessir mjög á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í nótt. Búast má við stormi, eða vindhraða sem nemur 25 metrum á sekúndu. Fólk á svæðinu er hvatt til að huga að lausum hlutum og og vera ekki á ferðinni að óþörfu í kvöld og í nótt. 

Lögreglan á Suðurlandi hefur einnig varað við versnandi veðri í Öræfasveit.

Búist er við því að veðrið gangi að mestu niður í nótt, en með morgni má gera ráð fyrir snarpri sunnanátt á Austurlandi sem lægir um hádegisbil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×