Innlent

Vara við mikilli úrkomu á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Vaxandi norðaustanátt og fer að rigna á morgun, 13 til 20 metrar á sekúndu um kvöldið og mikil rigning suðaustanlands. Hiti fimm til tólf stig að deginum.
Vaxandi norðaustanátt og fer að rigna á morgun, 13 til 20 metrar á sekúndu um kvöldið og mikil rigning suðaustanlands. Hiti fimm til tólf stig að deginum. Vísir/vedur.is
Búist er við mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu á morgun en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli landsmanna á þessari spá Veðurstofu Íslands. Á morgun verður norðaustan átt, 8 til 13 metrar á sekúndu, og rigning með köflum norðvestan til, annars sunnan og suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu og skúrir, en yfirleitt bjartviðri norðaustanlands.

Vaxandi norðaustanátt og fer að rigna á morgun, 13 til 20 metrar á sekúndu um kvöldið og mikil rigning suðaustanlands. Hiti fimm til tólf stig að deginum.

Vegfarendur eru varaðir við snörpum vindhviðum á morgun í Öræfum, Mýrdal, á Vestfjörðum og við Breiðafjörð, einkum í ökutækjum eða með aftanívagna sem geta orðið óstöðug í hvössum vindi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Norðan 13-18 m/s NV-til, en annars suðaustan 8-15 og víða rigning eða skúrir, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 13 stig.

Á föstudag:

Austan og norðaustan 8-15 m/s og skúrir, hvassast við S-ströndina og jafn vel rigning þar. Hiti 5 til 12 stig.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Norðanáttir og vætusamt, einkum fyrir norðan og kólnar heldur á þeim slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×