Innlent

Veðrið nær hámarki á miðnætti

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Útlit er fyrir að veðrinu sloti í fyrramálið.
Útlit er fyrir að veðrinu sloti í fyrramálið. vísir/vilhelm
Lægð gengur yfir sunnan- og vestanvert landið með hvassviðri og rigningu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun veðrið ná hámarki á miðnætti. Hvassast er undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi. Auk þess eru snarpir vindar undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi.

Samkvæmt Veðurstofunni á að rigna hressilega fram eftir nóttu en vinda tekur að lægja strax í fyrramálið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×