Betra og sanngjarnara Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. október 2016 15:54 Enginn á að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en leitað er eftir læknis- eða heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Það er með öllu ólíðandi að fólk sem greinist með illvígan sjúkdóm eða þarf á mikilli þjónustu að halda geti ekki notið viðeigandi meðferðar án þess að það færi fjárhag heimilisins úr skorðum. Viðreisn vill endurskoða greiðsluþátttöku almennings með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk veigri sér við að leita sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sem það ræður illa við. Innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægilega traustir. Víða þarf að endurbæta og endurbyggja. Viðreisn leggur áherslu á að ljúka framkvæmdum við Landsspítalann við Hringbraut á næstu fimm árum. Það er stór og mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er ekki nóg að endurskoða greiðsluþátttöku og reisa nýjan Landsspítala. Leggja þarf mikla áherslu á að bæta þjónustu okkar við aldraða, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila. Heilsugæsluna þarf að bæta. Þar er biðtími víða alltof langur og fólk neyðist eða freistast til þess að nota úrræði, s.s. heimsókn á slysamóttökur spítala eða til sérfræðinga, sem eru dýrari bæði fyrir sjúklingana og ríkið. Það er nauðsynlegt að vinna á biðlistum sem víða eru allt of langir í heilbrigðiskerfinu okkar, bregðast við manneklu á meðal fagstétta og efla sérhæfða þjónustu á heilbrigðisstofnunum víða um land. Þar leikur rafræn samtengd sjúkraskrá stórt hlutverk sem og nauðsynleg fjárfesting í tækjum og búnaði. Viðreisn vill að árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðismála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016. Það er hins vegar óábyrgt að tala um úrbætur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu án þess að vita eða leggja fram áætlanir um hvernig á að fjármagna þær. Viðreisn er með skýra stefnu um hvernig þetta er hægt. Viðreisn getur staðið við stóru orðin og setur heilbrigðis- og öldrunarmál í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Enginn á að þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en leitað er eftir læknis- eða heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Það er með öllu ólíðandi að fólk sem greinist með illvígan sjúkdóm eða þarf á mikilli þjónustu að halda geti ekki notið viðeigandi meðferðar án þess að það færi fjárhag heimilisins úr skorðum. Viðreisn vill endurskoða greiðsluþátttöku almennings með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fólk veigri sér við að leita sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar sem það ræður illa við. Innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægilega traustir. Víða þarf að endurbæta og endurbyggja. Viðreisn leggur áherslu á að ljúka framkvæmdum við Landsspítalann við Hringbraut á næstu fimm árum. Það er stór og mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er ekki nóg að endurskoða greiðsluþátttöku og reisa nýjan Landsspítala. Leggja þarf mikla áherslu á að bæta þjónustu okkar við aldraða, allt frá heimaþjónustu til hjúkrunarheimila. Heilsugæsluna þarf að bæta. Þar er biðtími víða alltof langur og fólk neyðist eða freistast til þess að nota úrræði, s.s. heimsókn á slysamóttökur spítala eða til sérfræðinga, sem eru dýrari bæði fyrir sjúklingana og ríkið. Það er nauðsynlegt að vinna á biðlistum sem víða eru allt of langir í heilbrigðiskerfinu okkar, bregðast við manneklu á meðal fagstétta og efla sérhæfða þjónustu á heilbrigðisstofnunum víða um land. Þar leikur rafræn samtengd sjúkraskrá stórt hlutverk sem og nauðsynleg fjárfesting í tækjum og búnaði. Viðreisn vill að árið 2020 verði útgjöld til heilbrigðismála 40 milljörðum hærri á föstu verðlagi en árið 2016. Það er hins vegar óábyrgt að tala um úrbætur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu án þess að vita eða leggja fram áætlanir um hvernig á að fjármagna þær. Viðreisn er með skýra stefnu um hvernig þetta er hægt. Viðreisn getur staðið við stóru orðin og setur heilbrigðis- og öldrunarmál í forgang.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun