Afar fáir Sýrlendingar í hópi þeirra sem sækja um hæli hér Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Gistiskýli var opnað á Krókhálsi fyrir hælisleitendur. Gistiskýlið er fyrsti móttökustaður hælisleitenda sem koma hingað án maka og barna og mun hýsa allt að 75 manns. Þeir sem þar dvelja eru í fullu fæði. vísir/Anton Brink Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira