Ræða mikla hernaðaruppbyggingu NATO Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2016 11:51 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í Brussel í dag. Vísir/AFP Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad
Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira