Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2016 11:00 Úr dómssal í gær. Vísir/GVA Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. Í gögnum sem borin voru undir vitnið kom fram að hann hefði metið virði Aurum á um 190 til 200 milljónir punda en verðmatið vann hann í tengslum við lánið sem ákært er fyrir í málinu. Við yfirheyrslu lögreglu kvaðst Daði hins vegar ekkert kannast við að hafa unnið verðmat á fyrirtækinu en fyrir dómi í gær sagði hann framburð sinn hjá lögreglu ekki réttan. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. Lánið notaði félagið til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í Aurum en bæði félögin voru í eigu Pálma Haraldssonar. Fé Glitnis stefnt í hættu Auk Lárusar og Magnúsar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, viðskiptastjóri hjá bankanum, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Ákæruvaldið telur að með láninu hafi fé Glitnis verið stefnt í hættu þar sem hlutaféð í Aurum hafi ekki verið nægileg trygging fyrir láni bankans til FS38. Vörn sakborninga byggir á því að hlutaféð hafi einmitt verið næg trygging fyrir láninu enda sýni þrjú samtímaverðmöt, þar með talið verðmatið sem fyrirtækjaráðgjöf Glitnis vann, að hlutabréfin hafi verið fjögurra milljarða króna virði. Það sem upp á vantaði varðandi lánið fór í sjálfskudarábyrgð hjá Fons, en markmið bankans með viðskiptunum hafi verið að bæta tryggingastöðu sína gagnvart því félagi. Fram kom fyrir dómi í gær að verðmatið hafi byggt á fimm ára áætlun Aurum varðandi rekstur fyrirtækisins og var notast við svokallað sjóðsstreymismælingu. Saksóknari spurði Daða hvort að það falist í því að áætlun Aurum hefði verið tekin og sjóðsstreymi núvirt svaraði hann játandi en benti á að ef hann myndi rétt þá hefði áætlunin verið dregin aðeins niður til að sjá aðra sviðsmynd. Jafnframt kom fram að Daði hefði ekki lagt sjálfstætt mat á þær áætlanir sem matið byggði á. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa gert ráð fyrir öðru en að gögnin væru byggð á réttum forsendum og væru góð og gild. Sérstakur saksóknari ræðir við einn verjenda í dómssal.Vísir/GVA Í tölvunni hjá Glitni Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding spurði Daða hvort hann hefði vitað af því að önnur deild innan Glitnis hefði lagt mat á áætlanir Aurum og talið þær hófstilltar og raunhæfar. Svaraði hann neitandi. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu bar undir Daða skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu vegna Aurum. Kvaðst Ólafur vera að velta fyrir sér merkingu verðmatsins. Í lögregluskýrslunni er meðal annars haft eftir Daða að ekki hafi verið gert neitt verðmat hjá fyrirtækjaráðgjöf vegna Aurum. Spurður út í þetta fyrir dómi sagði Daði:„Það var þannig að þetta var vistað á öðrum stað, þetta var ekki vistað hjá fyrirtækjaráðgjöf.“„Þannig að þetta gagn var ekki inni hjá Glitni?“ spurði saksóknari. „Þetta var í tölvunni minni hjá Glitni,“ svaraði Daði.Þrúgandi yfirheyrslur Spurður nánar út í orð sín hjá lögreglu þar sem hann sagðist meðal annars aldrei hafa séð verðmat á Aurum sagði Daði. „Ég veit ekki af hverju ég segi þetta. Þetta er bara ekki rétt. Ég hef ekki beinar skýringar á þessu. Þetta hefur bara ekki komið upp í hugann eða ég ekki munað eftir þessu. Ég gerði mörg verðmöt og ég hef kannski bara ekki tengt þetta við Aurum.“ Óttar Pálsson spurði svo Daða hvort það hefðu verið þrúgandi aðstæður við yfirheyrsluna. Svaraði hann því játandi. Áður hafði komið fram að hann hefði mjög stressaður við yfirheyrsluna. Óttar spurði hvort að það hefði getað haft áhrif á framburð hans hjá lögreglu. „Ég gæti alveg trúað því að það kunni að hafa haft áhrif en ég get ekki fullyrt um það. Ég man bara að ég var mjög stressaður og ég held að ég hafi hreinlega ekki vita af hverju ég var í yfirheyrslu,“ sagði Daði. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. Í gögnum sem borin voru undir vitnið kom fram að hann hefði metið virði Aurum á um 190 til 200 milljónir punda en verðmatið vann hann í tengslum við lánið sem ákært er fyrir í málinu. Við yfirheyrslu lögreglu kvaðst Daði hins vegar ekkert kannast við að hafa unnið verðmat á fyrirtækinu en fyrir dómi í gær sagði hann framburð sinn hjá lögreglu ekki réttan. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. Lánið notaði félagið til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í Aurum en bæði félögin voru í eigu Pálma Haraldssonar. Fé Glitnis stefnt í hættu Auk Lárusar og Magnúsar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, viðskiptastjóri hjá bankanum, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Ákæruvaldið telur að með láninu hafi fé Glitnis verið stefnt í hættu þar sem hlutaféð í Aurum hafi ekki verið nægileg trygging fyrir láni bankans til FS38. Vörn sakborninga byggir á því að hlutaféð hafi einmitt verið næg trygging fyrir láninu enda sýni þrjú samtímaverðmöt, þar með talið verðmatið sem fyrirtækjaráðgjöf Glitnis vann, að hlutabréfin hafi verið fjögurra milljarða króna virði. Það sem upp á vantaði varðandi lánið fór í sjálfskudarábyrgð hjá Fons, en markmið bankans með viðskiptunum hafi verið að bæta tryggingastöðu sína gagnvart því félagi. Fram kom fyrir dómi í gær að verðmatið hafi byggt á fimm ára áætlun Aurum varðandi rekstur fyrirtækisins og var notast við svokallað sjóðsstreymismælingu. Saksóknari spurði Daða hvort að það falist í því að áætlun Aurum hefði verið tekin og sjóðsstreymi núvirt svaraði hann játandi en benti á að ef hann myndi rétt þá hefði áætlunin verið dregin aðeins niður til að sjá aðra sviðsmynd. Jafnframt kom fram að Daði hefði ekki lagt sjálfstætt mat á þær áætlanir sem matið byggði á. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa gert ráð fyrir öðru en að gögnin væru byggð á réttum forsendum og væru góð og gild. Sérstakur saksóknari ræðir við einn verjenda í dómssal.Vísir/GVA Í tölvunni hjá Glitni Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding spurði Daða hvort hann hefði vitað af því að önnur deild innan Glitnis hefði lagt mat á áætlanir Aurum og talið þær hófstilltar og raunhæfar. Svaraði hann neitandi. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu bar undir Daða skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu vegna Aurum. Kvaðst Ólafur vera að velta fyrir sér merkingu verðmatsins. Í lögregluskýrslunni er meðal annars haft eftir Daða að ekki hafi verið gert neitt verðmat hjá fyrirtækjaráðgjöf vegna Aurum. Spurður út í þetta fyrir dómi sagði Daði:„Það var þannig að þetta var vistað á öðrum stað, þetta var ekki vistað hjá fyrirtækjaráðgjöf.“„Þannig að þetta gagn var ekki inni hjá Glitni?“ spurði saksóknari. „Þetta var í tölvunni minni hjá Glitni,“ svaraði Daði.Þrúgandi yfirheyrslur Spurður nánar út í orð sín hjá lögreglu þar sem hann sagðist meðal annars aldrei hafa séð verðmat á Aurum sagði Daði. „Ég veit ekki af hverju ég segi þetta. Þetta er bara ekki rétt. Ég hef ekki beinar skýringar á þessu. Þetta hefur bara ekki komið upp í hugann eða ég ekki munað eftir þessu. Ég gerði mörg verðmöt og ég hef kannski bara ekki tengt þetta við Aurum.“ Óttar Pálsson spurði svo Daða hvort það hefðu verið þrúgandi aðstæður við yfirheyrsluna. Svaraði hann því játandi. Áður hafði komið fram að hann hefði mjög stressaður við yfirheyrsluna. Óttar spurði hvort að það hefði getað haft áhrif á framburð hans hjá lögreglu. „Ég gæti alveg trúað því að það kunni að hafa haft áhrif en ég get ekki fullyrt um það. Ég man bara að ég var mjög stressaður og ég held að ég hafi hreinlega ekki vita af hverju ég var í yfirheyrslu,“ sagði Daði.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33
Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38
Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37
Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43