Þær eiga það nú sameiginlegt að hafa skorað fyrsta A-landsliðsmark sitt á móti Kína.
Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi Knattspyrnusambands Íslands, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan. Hér fyrir neðan sést myndasyrpa af Fanndísi að skora í dag.
Katrín Ásbjörnsdóttir kom inná sem varamaður og skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í leiknum í dag.Þetta var hennar þriðji landsleikur og nú kom fyrsta markið.
Fanndís Friðriksdóttir var að skora sitt níunda A-landsliðsmark en hún skoraði lika sitt fyrsta landsliðsmark á móti Kína. Það var í mars árið 2012.
Fanndís skorar næstum því alltaf á móti Kína því hún skoraði sigurmarkið í þessum leik í Algarve-bikarnum 2012 og skoraði einnig sigurmarkið á móti Kína í leik í Algarve-bikarnum 2014.
Fanndís hefur þar með skorað 3 af 9 A-landsliðsmörkum sínum á móti Kína og það er ekki eins og Ísland og Kína séu að mætast á hverjum degi.
Markið hennar Fanndísar Friðriksdóttur þýðir líka að hún er búin að skora fjögur mörk fyrir A-landsliðið á árinu 2016 en Blikastúlkan hefur aldrei skorað fleiri landsliðsmörk á einu ári.







