Ljósmyndasýning lýsir upplifun barna af flóttamannabúðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. október 2016 15:47 Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mynd/íslandsdeild amnesty international Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flottamannabúðum í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Sýningin verður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og verður dagana 25. til 28. október næstkomandi. Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 25. október klukkan 17:00. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðunum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við erfiðar aðstæður. Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum. Mun Íslandsdeild Amnesty International tryggja að skilaboðin rati rétta leið, í samstarfi við Farahat.Úr sérfræðinámi í flóttamannabúðir Dr. Bashar Farahat er 32 ára læknir frá litlu þorpi í norðurhluta Sýrlands. Hann stundaði sérfræðinám í barnalækningum í Aleppo í Sýrlandi og var á þriðja ári af fjórum í starfsnámi þegar hann var handtekinn í júlí árið 2012 fyrir að vera andsnúinn stjórnvöldum. Hann var leystur úr haldi í byrjun árs 2013 og fékk þá ekki að snúa aftur í starfsnámið. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný. þegar hann var leystur úr haldi í annað skiptið í september 2013, voru flestir vina hans farnir úr landi. Hann var þá síðar kallaður í stjórnarherinn, ella yrði hann handtekinn í þriðja sinn. Frahat neitaði að verða við því og flúði því til Líbanon. Eftir fimm mánuði í Líbanon leitaði hann til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðaði hann til að komast til Bretlands. Í mars árið 2015, eftir 16 mánaða dvöl í Líbanon, fór hann til Bretlands og þar fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum til fimm ára. Dr. Bashar Farahat var gestur Íslandsdeildar Amnesty International í lok nóvember á síðasta ári og hélt hann erindi í Norræna húsinu um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist. Flóttamenn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flottamannabúðum í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Sýningin verður í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og verður dagana 25. til 28. október næstkomandi. Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 25. október klukkan 17:00. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðunum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við erfiðar aðstæður. Setningar sem prýða myndirnar eru afrakstur barna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá Farahat í flóttamannabúðunum. Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum. Mun Íslandsdeild Amnesty International tryggja að skilaboðin rati rétta leið, í samstarfi við Farahat.Úr sérfræðinámi í flóttamannabúðir Dr. Bashar Farahat er 32 ára læknir frá litlu þorpi í norðurhluta Sýrlands. Hann stundaði sérfræðinám í barnalækningum í Aleppo í Sýrlandi og var á þriðja ári af fjórum í starfsnámi þegar hann var handtekinn í júlí árið 2012 fyrir að vera andsnúinn stjórnvöldum. Hann var leystur úr haldi í byrjun árs 2013 og fékk þá ekki að snúa aftur í starfsnámið. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn á ný. þegar hann var leystur úr haldi í annað skiptið í september 2013, voru flestir vina hans farnir úr landi. Hann var þá síðar kallaður í stjórnarherinn, ella yrði hann handtekinn í þriðja sinn. Frahat neitaði að verða við því og flúði því til Líbanon. Eftir fimm mánuði í Líbanon leitaði hann til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem aðstoðaði hann til að komast til Bretlands. Í mars árið 2015, eftir 16 mánaða dvöl í Líbanon, fór hann til Bretlands og þar fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum til fimm ára. Dr. Bashar Farahat var gestur Íslandsdeildar Amnesty International í lok nóvember á síðasta ári og hélt hann erindi í Norræna húsinu um varðhaldsvist í Sýrlandi, kerfisbundnar og útbreiddar pyndingar og aðra illa meðferð í varðhaldi, langvarandi áhrif pyndinga og lífið að lokinni fangavist.
Flóttamenn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira