Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 13:34 Katrín Ásbjörnsdóttir, lengst til vinstri, skoraði jöfnunarmark Íslands. Mynd/KSÍ/HIlmar Þór Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en lenti 2-1 undir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði íslenska liðinu jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik og fékk tækifæri til að bæta við marki en skalli Fanndísar fór þá í slána og niður. Wang Shuang jafnaði metin á 53. mínútu og Yang Li kom Kína í 2-1 átta mínútum fyrir leikslok. Íslensku stelpurnar voru hinsvegar ekki á því að tapa þessum leik. Katrín Ásbjörnsdóttir hafði komið inná sem varamaður á 68. mínútu og hún skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Katrín fékk þá sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur og skoraði laglega rétt utan markteigs. Þetta var fyrsta landsliðsmark Katrínar en hún var aðeins að spila sinn þriðja landsleik þar sem hún hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Það er hægt að sjá mörkin úr leiknum á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins eða hér fyrir neðan. Fyrst eru íslensku mörkin og svo þau kínversku.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Katrin Asbjornsdottir leveled the score for the Icelandics. 2-2 #SteelRoses pic.twitter.com/IbUDFJg0m2— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Great control and a still better finish from the Dalian's midfielder Wang Shuang! #SteelRoses pic.twitter.com/s9fuS9cILD— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Cross from Tang Jiali and the Jiangsu's striker heads to goal! #SteelRoses pic.twitter.com/gaQq5FILoh— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en lenti 2-1 undir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði íslenska liðinu jafntefli. Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 strax á sjöundu mínútu eftir langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Íslenska liðið var yfir í hálfleik og fékk tækifæri til að bæta við marki en skalli Fanndísar fór þá í slána og niður. Wang Shuang jafnaði metin á 53. mínútu og Yang Li kom Kína í 2-1 átta mínútum fyrir leikslok. Íslensku stelpurnar voru hinsvegar ekki á því að tapa þessum leik. Katrín Ásbjörnsdóttir hafði komið inná sem varamaður á 68. mínútu og hún skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Katrín fékk þá sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur og skoraði laglega rétt utan markteigs. Þetta var fyrsta landsliðsmark Katrínar en hún var aðeins að spila sinn þriðja landsleik þar sem hún hefur verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Það er hægt að sjá mörkin úr leiknum á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins eða hér fyrir neðan. Fyrst eru íslensku mörkin og svo þau kínversku.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Katrin Asbjornsdottir leveled the score for the Icelandics. 2-2 #SteelRoses pic.twitter.com/IbUDFJg0m2— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Great control and a still better finish from the Dalian's midfielder Wang Shuang! #SteelRoses pic.twitter.com/s9fuS9cILD— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016 Cross from Tang Jiali and the Jiangsu's striker heads to goal! #SteelRoses pic.twitter.com/gaQq5FILoh— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18
Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00