Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu þegar hún nýtti sér mistök í kínversku vörninni.
Fanndís fékk langa sendingu frá fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur og þefaði upp færið eins og sannur markaskorari.
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn þegar hún fór framhjá honum og setti svo boltann í tómt markið.
Þetta var níunda mark hennar fyrir íslenska kvennalandsliðið.
Það er hægt að sjá markið hennar Fanndísar á Twitter-síðu kínverska kvennalandsliðsins hér fyrir neðan.
Nokkru síðar átti Ísland skalla í slána.Iceland took the lead in the fifth minute with Fanndis Fridriksdottir following a mistake of China defence. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/Bz8om6UeLQ
— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016
Iceland almost scored the second after a long throw with the ball hitting the post and then being saved by Zhao Lina. 0-1 #SteelRoses pic.twitter.com/E8WVYJvz61
— China Women's Team (@ChinaWFT) October 20, 2016