Ekki horfa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Aleppo. Mosul. Jemen. Drukknuð börn í Miðjarðarhafinu. Það er föstudagur og þungt yfir mér. Ógnvænlegt ástand hefur verið að byggjast upp í norðurhluta Nígeríu og löndunum í kring. Vannærð börn eru í lífshættu. Fullt af þeim. Það óhugnanlega er að venjulega láta vannærð börn lífið af orsökum tengdum vannæringu, s.s. lungnabólgu, malaríu og niðurgangspestum. En nú er staðan svo slæm að sums staðar í Borno-héraði svelta þau til dauða. Þótt hungursneyð hafi ekki enn verið formlega lýst yfir er hlutfall barna með alvarlega bráðavannæringu á pari við það sem sást í sumum héruðum í Sómalíu í hungursneyðinni árið 2011. Svo há tala sést nánast aldrei í heiminum. Hálf milljón barna í fjórum ríkjum er í lífshættu. Þetta er þögul neyð sem nánast enginn veit um. Ég fyllist vanmætti. Hvað á ég að gera með þetta, hver hefur heyrt um Borno?! Allt í einu get ég ekki meira af óhugnanlegum myndum af börnum sem þjást. Hristi mig svo til. Ef við gætum veitt öllum þeim börnum í Borno sem þjást af vannæringu meðferð væri hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra. Það er rosalegt.Myndir á Facebook Þess vegna viljum við hjá UNICEF á Íslandi núna segja þetta: Ekki horfa … hjálpaðu. Við sýnum því skilning að margir eru orðnir ónæmir fyrir hörmungum í fréttum og á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að horfa á myndir á Facebook af illa höldnum vannærðum börnum til að veita hjálp. Það er líka hægt að treysta hjálparsamtökum eins og UNICEF til að gera allt sem þau geta til að bjarga lífi barnanna. UNICEF vinnur dag og nótt í Sýrlandi og í yfir 190 öðrum löndum við að hjálpa börnum. Í dag hefjum við neyðarsöfnun vegna barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fyrir sms-ið BARN í númerið 1900 er til dæmis hægt að útvega barni meðferð gegn vannæringu í heila viku. Þú þarft ekki að horfa en þú getur hjálpað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Aleppo. Mosul. Jemen. Drukknuð börn í Miðjarðarhafinu. Það er föstudagur og þungt yfir mér. Ógnvænlegt ástand hefur verið að byggjast upp í norðurhluta Nígeríu og löndunum í kring. Vannærð börn eru í lífshættu. Fullt af þeim. Það óhugnanlega er að venjulega láta vannærð börn lífið af orsökum tengdum vannæringu, s.s. lungnabólgu, malaríu og niðurgangspestum. En nú er staðan svo slæm að sums staðar í Borno-héraði svelta þau til dauða. Þótt hungursneyð hafi ekki enn verið formlega lýst yfir er hlutfall barna með alvarlega bráðavannæringu á pari við það sem sást í sumum héruðum í Sómalíu í hungursneyðinni árið 2011. Svo há tala sést nánast aldrei í heiminum. Hálf milljón barna í fjórum ríkjum er í lífshættu. Þetta er þögul neyð sem nánast enginn veit um. Ég fyllist vanmætti. Hvað á ég að gera með þetta, hver hefur heyrt um Borno?! Allt í einu get ég ekki meira af óhugnanlegum myndum af börnum sem þjást. Hristi mig svo til. Ef við gætum veitt öllum þeim börnum í Borno sem þjást af vannæringu meðferð væri hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra. Það er rosalegt.Myndir á Facebook Þess vegna viljum við hjá UNICEF á Íslandi núna segja þetta: Ekki horfa … hjálpaðu. Við sýnum því skilning að margir eru orðnir ónæmir fyrir hörmungum í fréttum og á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að horfa á myndir á Facebook af illa höldnum vannærðum börnum til að veita hjálp. Það er líka hægt að treysta hjálparsamtökum eins og UNICEF til að gera allt sem þau geta til að bjarga lífi barnanna. UNICEF vinnur dag og nótt í Sýrlandi og í yfir 190 öðrum löndum við að hjálpa börnum. Í dag hefjum við neyðarsöfnun vegna barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fyrir sms-ið BARN í númerið 1900 er til dæmis hægt að útvega barni meðferð gegn vannæringu í heila viku. Þú þarft ekki að horfa en þú getur hjálpað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun