Halldór í ruglinu Magnús Már Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2016 00:00 Félagslegum íbúðum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu býður borgin upp á allt að átta sinnum fleiri félagslegar íbúðir en nágrannasveitarfélögin. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur undanfarna daga farið í mikinn í umræðu um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og fullyrt að ekkert hafi gerst í að fjölga félagslegum íbúðum í höfuðborginni síðan 2010. Halldór hefur verið ansi gífuryrtur og sagt borgarstjóra bulla. Að gefnu tilefni þá er því hér með komið á framfæri að félagslegar íbúðir í Reykjavík í september voru 2.351 talsins, þar af 1.916 almennar félagslegar íbúðir, og hefur þeim fjölgað um 109 á tveimur árum. Sé horft áratug aftur í tímann fjölgaði félagslegum íbúðum í Reykjavík um 612 í það heila. Félagslegum íbúðum hefur því ekki verið að fækka í Reykjavík þvert á það sem Halldór hefur haldið fram. Hins vegar er rétt að fram komi að íbúðunum fjölgaði ekki um eina árið 2010, en það er einmitt árið sem Sjálfstæðismenn voru síðast í meirihluta í Reykjavík. Eflaust eru einhver tilefni fyrir oddvita Sjálfstæðismanna að gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang en hér er ekki um slíkt tilefni að ræða. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað og stefnumörkun borgarinnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Í stað þess að tala þessa hluti niður ætti Halldór miklu frekar að leggja meirihlutanum lið og um leið öllum borgarbúum. Eðlilegra væri að Halldór myndi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beina athyglinni að stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík eru um 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru 12 íbúðir á hverja þúsund, í Hafnarfirði eru íbúðirnar 8 en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund íbúa. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Íbúðunum er í þokkabót að fjölga í borginni og því ljóst að það er ekki Reykjavíkurborg sem dregur lappirnar heldur sveitarfélögin í kringum Reykjavík þar sem félagar Halldórs ráða ríkjum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Félagslegum íbúðum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu býður borgin upp á allt að átta sinnum fleiri félagslegar íbúðir en nágrannasveitarfélögin. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur undanfarna daga farið í mikinn í umræðu um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og fullyrt að ekkert hafi gerst í að fjölga félagslegum íbúðum í höfuðborginni síðan 2010. Halldór hefur verið ansi gífuryrtur og sagt borgarstjóra bulla. Að gefnu tilefni þá er því hér með komið á framfæri að félagslegar íbúðir í Reykjavík í september voru 2.351 talsins, þar af 1.916 almennar félagslegar íbúðir, og hefur þeim fjölgað um 109 á tveimur árum. Sé horft áratug aftur í tímann fjölgaði félagslegum íbúðum í Reykjavík um 612 í það heila. Félagslegum íbúðum hefur því ekki verið að fækka í Reykjavík þvert á það sem Halldór hefur haldið fram. Hins vegar er rétt að fram komi að íbúðunum fjölgaði ekki um eina árið 2010, en það er einmitt árið sem Sjálfstæðismenn voru síðast í meirihluta í Reykjavík. Eflaust eru einhver tilefni fyrir oddvita Sjálfstæðismanna að gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang en hér er ekki um slíkt tilefni að ræða. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað og stefnumörkun borgarinnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Í stað þess að tala þessa hluti niður ætti Halldór miklu frekar að leggja meirihlutanum lið og um leið öllum borgarbúum. Eðlilegra væri að Halldór myndi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beina athyglinni að stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík eru um 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru 12 íbúðir á hverja þúsund, í Hafnarfirði eru íbúðirnar 8 en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund íbúa. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Íbúðunum er í þokkabót að fjölga í borginni og því ljóst að það er ekki Reykjavíkurborg sem dregur lappirnar heldur sveitarfélögin í kringum Reykjavík þar sem félagar Halldórs ráða ríkjum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun