„Græni liturinn er dálítið dularfullur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2016 14:34 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy og Óttarr Proppé, öll í grænu. Vísir „Ég tók eftir þessu líka,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir spurður út í val leiðtoga stjórnmálaflokkanna á grænum klæðnaði nú þegar þeir ræðast við vegna mögulegrar stjórnarmyndunar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og tók í kjölfarið á móti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn í gær.Heiðar Jónsson.Vísir/StefánÍ morgun mætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum klædd í grænar buxur. Bjarni sást skömmu síðar klæddur grænni peysu, sem og Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Þá hefur grænn jakki Óttarrs Proppé, formanns Bjartar framtíðar, vakið mikla athygli. Heiðar segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir þessu litavali, en hann segir græna litinn vera í tísku nú í haust. „Þetta er einn af litunum sem er inni og ég held að það hitti bara þannig á,“ segir Heiðar. Hann segir Katrínu hafa notað þennan lit áður. „Þetta er því ekki nýtt hjá henni.“ Varðandi Óttarr, þá segir Heiðar þennan græna jakka vera af sama litarhætti og karrýguli jakkinn sem hann var áður svo þekktur fyrir að klæðast. „Þannig að hann er að halda sig í sínu. Þetta eru litir sem passa vel saman.“ Heiðar segist ekki muna til þess að hafa séð Bjarna Benediktsson áður í svona lit. „En hann er tískumógúll. Það væri alveg ráðlagt fyrir tískuherrana að hafa hann sem fyrirmynd. Hann fylgist mjög vel með.“ Grænn er litur náttúrunnar, getur táknað vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi og hefur sterka samsvörun við öryggi. Heiðar bendir einnig á að það sé nokkuð merkilegt við græna litinn því hann sé í raun lykillitur. „Hann er hvorki heitur né kaldur, hann er bæði. Þannig að hann gefur ekki upp mikið, á jákvæðan máta. Græni liturinn er dálítið dularfullur. Hann er því eðlilegur við þessar aðstæður því hann talar ekki af sér.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13 Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12 Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Sjá meira
„Ég tók eftir þessu líka,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir spurður út í val leiðtoga stjórnmálaflokkanna á grænum klæðnaði nú þegar þeir ræðast við vegna mögulegrar stjórnarmyndunar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og tók í kjölfarið á móti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn í gær.Heiðar Jónsson.Vísir/StefánÍ morgun mætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum klædd í grænar buxur. Bjarni sást skömmu síðar klæddur grænni peysu, sem og Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Þá hefur grænn jakki Óttarrs Proppé, formanns Bjartar framtíðar, vakið mikla athygli. Heiðar segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir þessu litavali, en hann segir græna litinn vera í tísku nú í haust. „Þetta er einn af litunum sem er inni og ég held að það hitti bara þannig á,“ segir Heiðar. Hann segir Katrínu hafa notað þennan lit áður. „Þetta er því ekki nýtt hjá henni.“ Varðandi Óttarr, þá segir Heiðar þennan græna jakka vera af sama litarhætti og karrýguli jakkinn sem hann var áður svo þekktur fyrir að klæðast. „Þannig að hann er að halda sig í sínu. Þetta eru litir sem passa vel saman.“ Heiðar segist ekki muna til þess að hafa séð Bjarna Benediktsson áður í svona lit. „En hann er tískumógúll. Það væri alveg ráðlagt fyrir tískuherrana að hafa hann sem fyrirmynd. Hann fylgist mjög vel með.“ Grænn er litur náttúrunnar, getur táknað vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi og hefur sterka samsvörun við öryggi. Heiðar bendir einnig á að það sé nokkuð merkilegt við græna litinn því hann sé í raun lykillitur. „Hann er hvorki heitur né kaldur, hann er bæði. Þannig að hann gefur ekki upp mikið, á jákvæðan máta. Græni liturinn er dálítið dularfullur. Hann er því eðlilegur við þessar aðstæður því hann talar ekki af sér.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13 Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12 Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Sjá meira
Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13
Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00
Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53
Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05