Litháar vara við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 13:15 Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar. Vísir/GETTY Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius. Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Litháar vara við því að Rússar muni grípa til aðgerða til að beita Atlantshafsbandalagið þrýstingi áður en Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, segist óttast um Eystrasaltsríkin. Hann segir að hvergi sé betur fylgst með Trump og embættistöku hans en í Eystrasaltsríkjunum. Þar er óttast að Trump muni eiga í nánu samstarfi við Rússa. Trump hefur gefið í skyn að Bandaríkin, undir hans stjórn, myndu ekki endilega koma NATO ríkjum til varnar nema þau greiði meira til bandalagsins. Þá hefur hann ítrekað hrósað Vladimir Putin, forseta Rússlands, og meðal annars sagt að hann sé frábær leiðtogi og betri leiðtogi en Barack Obama. „Rússland er ekki ofurveldi, það er ofurvandamál,“ er haft eftir Linkevicius á vef BBC. Eystrasaltsríkin óttast að standi Bandaríkin ekki í hárinu á Putin muni þeir hljóta sömu örlög og Úkraína. Útgjöld til varnarmála hafa verið aukin og Litháar tóku aftur upp herskyldu eftir innlimun Krímskaga. Rússar segjast þó ekki ógna neinum og kenna NATO um aukna spennu fyrir að vera að færa umsvif sín austar og nær Rússlandi. Borgin Kaliningrad er mitt á milli Litháen og Póllands, en hún er í eigu Rússlands. Þar hafa yfirvöld verið að koma fyrir loftvörnum, flugskeytum sem ætlað er að granda skipum og jafnvel hefur flugskeytum sem geta borið kjarnorkuvopn verið komið fyrir í borginni.Þar að auki hefur hermönnum, stórskotaliði og herskipum verið fjölgað í Kaliningrad á undanförnum árum. Linkevicius segist óttast að Putin sjái tækifæri í viðbragðsstöðu NATO þar til Trump tekur við völdum í seinni hluta janúar. 25 ár eru síðan yfirvöld í Moskvu sendu skriðdreka gegn friðsömum mótmælendum í Vilnius. Vera rússneskra hermanna í Eystrasaltsríkjunum er mönnum í fersku minni. „Ég man eftir því sem barn þegar skriðdrekar óku um götur Vilnius og mín kynslóð man eftir því þegar Rússarnir voru hér sem her Sovíetríkjanna. En þeir voru rússneskir hermenn og þeir gerðu innrás,“ segir Linkevicius.
Donald Trump Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira