Meira ruglað Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, heldur áfram að þvæla umræðuna um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík. Í stað þess að viðurkenna að hann hafi hlaupið á sig þegar hann sagði borgarstjóra bulla þá ruglar hann umræðuna með því að snúa tölum á hvolf og reynir að afvegaleiða lesendur Fréttablaðsins í grein sem birtist nýlega í blaðinu. Staðreyndin er sú að félagslegum leiguíbúðum hefur ekki fækkað í Reykjavík á undanförnum árum. Þeim hefur fjölgað og þeim hefði gjarnan mátt fjölga hraðar. Halldór horfir fram hjá því að á árunum eftir hrun fóru Félagsbústaðir líkt og önnur í leigufélög í gegnum endurskipulagningu. Að auki tekur Halldór viljandi eða óviljandi ekki tillit til þess að í tengslum við kaup Félagsbústaða á sértækum búsetuúrræðum af ríkinu 2011 þegar málaflokkur fatlaðs fólks færðist til sveitarfélaganna var byrjað að telja þau sérstaklega og flokka í skrám félagsins. Fram að því voru íbúðirnar taldar með almennum íbúðum. Almennum leiguíbúðum fækkaði því ekki árið 2011 heldur var hætt að telja sértæk búsetuúrræði sem almennar leiguíbúðir. Í gögnum frá Félagsbústöðum sem sýnir eignasafn félagsins má meðal annars sjá að árið 2005 voru félagslegu íbúðirnar 1.739 talsins, þar af 1.567 almennar félagslegar leiguíbúðir. Í september nú í ár var 2.351 íbúð í eignasafni Félagsbústaða. Á um áratug fjölgaði úrræðunum þeim um 612, þar af 109 á síðustu tveimur árum og af þeim voru 99 almennar félagslegar leiguíbúðir. Þrátt fyrir góðan vilja þá getur Halldór ekki horft fram hjá þessum staðreyndum. Halldór verður auk þess að sætta sig við það að ef bæjarfélögin í kringum Reykjavík ættu hlutfallslega jafn margar félagslegar íbúðir og Reykjavík væri hægt að mæta allri þörf fyrir félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru til dæmis hlutfallslega átta sinnum fleiri í borginni en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Halldór bendir gjarnan á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þegar það hentar hans málflutningi en kýs að horfa algjörlega fram hjá því þegar kemur að félagslegu húsnæði. Af hverju skyldi það vera?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, heldur áfram að þvæla umræðuna um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík. Í stað þess að viðurkenna að hann hafi hlaupið á sig þegar hann sagði borgarstjóra bulla þá ruglar hann umræðuna með því að snúa tölum á hvolf og reynir að afvegaleiða lesendur Fréttablaðsins í grein sem birtist nýlega í blaðinu. Staðreyndin er sú að félagslegum leiguíbúðum hefur ekki fækkað í Reykjavík á undanförnum árum. Þeim hefur fjölgað og þeim hefði gjarnan mátt fjölga hraðar. Halldór horfir fram hjá því að á árunum eftir hrun fóru Félagsbústaðir líkt og önnur í leigufélög í gegnum endurskipulagningu. Að auki tekur Halldór viljandi eða óviljandi ekki tillit til þess að í tengslum við kaup Félagsbústaða á sértækum búsetuúrræðum af ríkinu 2011 þegar málaflokkur fatlaðs fólks færðist til sveitarfélaganna var byrjað að telja þau sérstaklega og flokka í skrám félagsins. Fram að því voru íbúðirnar taldar með almennum íbúðum. Almennum leiguíbúðum fækkaði því ekki árið 2011 heldur var hætt að telja sértæk búsetuúrræði sem almennar leiguíbúðir. Í gögnum frá Félagsbústöðum sem sýnir eignasafn félagsins má meðal annars sjá að árið 2005 voru félagslegu íbúðirnar 1.739 talsins, þar af 1.567 almennar félagslegar leiguíbúðir. Í september nú í ár var 2.351 íbúð í eignasafni Félagsbústaða. Á um áratug fjölgaði úrræðunum þeim um 612, þar af 109 á síðustu tveimur árum og af þeim voru 99 almennar félagslegar leiguíbúðir. Þrátt fyrir góðan vilja þá getur Halldór ekki horft fram hjá þessum staðreyndum. Halldór verður auk þess að sætta sig við það að ef bæjarfélögin í kringum Reykjavík ættu hlutfallslega jafn margar félagslegar íbúðir og Reykjavík væri hægt að mæta allri þörf fyrir félagslegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru til dæmis hlutfallslega átta sinnum fleiri í borginni en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Halldór bendir gjarnan á nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þegar það hentar hans málflutningi en kýs að horfa algjörlega fram hjá því þegar kemur að félagslegu húsnæði. Af hverju skyldi það vera?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun