„Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 12:02 Bjarni Benediktsson sleit stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn í gær. Í dag gengur Katrín Jakobsdóttir á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta, og fær að öllum líkindum umboð til að mynda ríkisstjórn. vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, heldur til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum sínum við Viðreisn og Bjarta framtíð í gær. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1987 sem þeim sem fyrstur fær umboð til myndunar ríkisstjórnar mistekst ætlunarverk sitt en það var ekki óalgengt á 8. og 9. áratugnum að illa gengi að mynda ríkisstjórn. Þannig tók það tvo mánuði eftir kosningarnar 1974 að mynda ríkisstjórn og þrjá mánuði bæði eftir kosningarnar 1978 annars vegar og 1979 hins vegar. Hvað það mun taka langan tíma núna að mynda ríkisstjórn er ekkert hægt að segja til um og segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, að erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvernig ríkisstjórn verði mynduð.Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.Mun ekki verða auðsótt fyrir Katrínu að mynda fjölflokka stjórn „Það er margt fordæmalaust bæði við þessar kosningar og stjórnarmyndunina þar sem það blasir ekki við nein augljós ríkisstjórn,“ segir Eva Heiða í samtali við Vísi. Líklegast er talið að Katrín reyni að mynda einhvers konar fjölflokka stjórn yfir miðjuna og til vinstri. Eva Heiða segist ekki halda að það verði auðsótt en það sé heldur ekki hægt að útiloka neitt. „Það er svo margt sem er óvanalegt og maður er ekki með eitthvað dæmi í fortíðinni sem maður getur endilega bent á.“ Eva Heiða segir að það myndi koma henni á óvart ef Katrín myndi fyrst snúa sér að Sjálfstæðisflokknum.Meiri líkur á að það takist að mynda ríkisstjórn heldur en stjórnarkreppu „En ég veit náttúrulega ekki hver er annar kostur hjá henni. Þá hefur fólk verið að nefna minnihlutastjórn sem möguleika en ég hef ákveðnar efasemdir um það einfaldlega af því það er ekki hefð fyrir því. Þá er ég ekki heldur viss um að kjósendur myndu skilja það eða „gúddera“ það,“ segir Eva Heiða. Aðspurð telur hún meiri líkur á því að stjórnmálaflokkunum á þingi takist að mynda ríkisstjórn frekar en að hér verði stjórnarkreppa og að forseti þurfi að skipa utanþingsstjórn. „Það verður á endanum mynduð hér ríkisstjórn en það verður kannski ekkert endilega stjórnin sem við sjáum fyrir. Ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn fara saman þá þurfa þau alltaf þriðja flokkinn og ég er alveg viss um að kjósendur beggja þessara flokka, og þá sérstaklega Vinstri grænna, myndi mislíka sú niðurstaða.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fundar með forseta klukkan 13 Við greinum frá því markverðasta sem gerist frá fundinum um leið og það gerist. 16. nóvember 2016 11:01 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, heldur til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum sínum við Viðreisn og Bjarta framtíð í gær. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1987 sem þeim sem fyrstur fær umboð til myndunar ríkisstjórnar mistekst ætlunarverk sitt en það var ekki óalgengt á 8. og 9. áratugnum að illa gengi að mynda ríkisstjórn. Þannig tók það tvo mánuði eftir kosningarnar 1974 að mynda ríkisstjórn og þrjá mánuði bæði eftir kosningarnar 1978 annars vegar og 1979 hins vegar. Hvað það mun taka langan tíma núna að mynda ríkisstjórn er ekkert hægt að segja til um og segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, að erfitt sé að gera sér grein fyrir því hvernig ríkisstjórn verði mynduð.Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur.Mun ekki verða auðsótt fyrir Katrínu að mynda fjölflokka stjórn „Það er margt fordæmalaust bæði við þessar kosningar og stjórnarmyndunina þar sem það blasir ekki við nein augljós ríkisstjórn,“ segir Eva Heiða í samtali við Vísi. Líklegast er talið að Katrín reyni að mynda einhvers konar fjölflokka stjórn yfir miðjuna og til vinstri. Eva Heiða segist ekki halda að það verði auðsótt en það sé heldur ekki hægt að útiloka neitt. „Það er svo margt sem er óvanalegt og maður er ekki með eitthvað dæmi í fortíðinni sem maður getur endilega bent á.“ Eva Heiða segir að það myndi koma henni á óvart ef Katrín myndi fyrst snúa sér að Sjálfstæðisflokknum.Meiri líkur á að það takist að mynda ríkisstjórn heldur en stjórnarkreppu „En ég veit náttúrulega ekki hver er annar kostur hjá henni. Þá hefur fólk verið að nefna minnihlutastjórn sem möguleika en ég hef ákveðnar efasemdir um það einfaldlega af því það er ekki hefð fyrir því. Þá er ég ekki heldur viss um að kjósendur myndu skilja það eða „gúddera“ það,“ segir Eva Heiða. Aðspurð telur hún meiri líkur á því að stjórnmálaflokkunum á þingi takist að mynda ríkisstjórn frekar en að hér verði stjórnarkreppa og að forseti þurfi að skipa utanþingsstjórn. „Það verður á endanum mynduð hér ríkisstjórn en það verður kannski ekkert endilega stjórnin sem við sjáum fyrir. Ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn fara saman þá þurfa þau alltaf þriðja flokkinn og ég er alveg viss um að kjósendur beggja þessara flokka, og þá sérstaklega Vinstri grænna, myndi mislíka sú niðurstaða.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fundar með forseta klukkan 13 Við greinum frá því markverðasta sem gerist frá fundinum um leið og það gerist. 16. nóvember 2016 11:01 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fundar með forseta klukkan 13 Við greinum frá því markverðasta sem gerist frá fundinum um leið og það gerist. 16. nóvember 2016 11:01
Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23