Ísland ofar en Holland á nýjasta FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu enda árið á góðum stað á FIFA-listanum. Vísir/EPA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður áfram í 21. sæti á Styrkleikaleika FIFA þegar nýr listi verður gefinn út 24. nóvember næstkomandi. Íslenska liðið tapaði fyrir Króatíu 2-0 í undankeppni HM og vann Möltu 2-0 í vináttuleik í þeim tveimur leikjum sem liðið spilaði frá því að síðasti FIFA-listinn var gefinn út. Íslenska fótboltalandsliðið hafði hækkað sig um sex sæti á síðasta lista og náð sinni bestu stöðu á styrkleikalistanum frá upphafi. Nú er ljóst að íslenska liðið heldur þessu metsæti sínu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu 60 efstu þjóðanna á FIFA-listanum. Tapleikurinn á móti Króötum dregur íslenska liðið ekki niður á listanum en Króatar hækka sig um tvö sæti og sitja nú í fjórtánda sæti listans. Íslenska liðið er einu sæti ofar en Hollendingar á nýja listanum en Hollendingar falla niður um tvö sæti eftir að hafa verið einu sæti á undan Íslendingum á októberlistanum. Argentína og Brasilía verða í tveimur efstu sætum listans, Argentína heldur toppsætinu en Brasilía komst upp fyrir Þýskaland. Síle hoppar líka upp fyrir Belgíu og Kólumbíu og upp í í fjórða sæti listans. Ísland er áfram efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en íslenska liðið er tuttugu sætum á undan Svíum (41. sæti) og 25 sætum á undan Dönum (46. sæti). Danir hækka sig um fjögur sæti en Svíar falla niður um tvö sæti. Ísland hefur aldrei fyrr náð því að vera tuttugu sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð en það munaði „bara“ 18 sætum á síðasta lista.Það má sjá topp 60 listann frá Alexis Martín-Tamayo hér fyrir neðan.Como cada mes, sois los primeros en conocer el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 24 de noviembre. pic.twitter.com/qT7v6l10TU— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður áfram í 21. sæti á Styrkleikaleika FIFA þegar nýr listi verður gefinn út 24. nóvember næstkomandi. Íslenska liðið tapaði fyrir Króatíu 2-0 í undankeppni HM og vann Möltu 2-0 í vináttuleik í þeim tveimur leikjum sem liðið spilaði frá því að síðasti FIFA-listinn var gefinn út. Íslenska fótboltalandsliðið hafði hækkað sig um sex sæti á síðasta lista og náð sinni bestu stöðu á styrkleikalistanum frá upphafi. Nú er ljóst að íslenska liðið heldur þessu metsæti sínu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu 60 efstu þjóðanna á FIFA-listanum. Tapleikurinn á móti Króötum dregur íslenska liðið ekki niður á listanum en Króatar hækka sig um tvö sæti og sitja nú í fjórtánda sæti listans. Íslenska liðið er einu sæti ofar en Hollendingar á nýja listanum en Hollendingar falla niður um tvö sæti eftir að hafa verið einu sæti á undan Íslendingum á októberlistanum. Argentína og Brasilía verða í tveimur efstu sætum listans, Argentína heldur toppsætinu en Brasilía komst upp fyrir Þýskaland. Síle hoppar líka upp fyrir Belgíu og Kólumbíu og upp í í fjórða sæti listans. Ísland er áfram efsta Norðurlandaþjóðin á listanum en íslenska liðið er tuttugu sætum á undan Svíum (41. sæti) og 25 sætum á undan Dönum (46. sæti). Danir hækka sig um fjögur sæti en Svíar falla niður um tvö sæti. Ísland hefur aldrei fyrr náð því að vera tuttugu sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð en það munaði „bara“ 18 sætum á síðasta lista.Það má sjá topp 60 listann frá Alexis Martín-Tamayo hér fyrir neðan.Como cada mes, sois los primeros en conocer el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 24 de noviembre. pic.twitter.com/qT7v6l10TU— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira