Áskorun: Aukin þróunarsamvinna og ný ríkisstjórn Framkvæmdastjórar hjálparsamtaka skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Um áratugaskeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna um að velmegunarríki verji sem samsvarar 0,7% af vergum þjóðartekjum til að styðja við fátæk og óstöðug ríki. Á síðasta ári vörðu íslensk stjórnvöld hins vegar 0,24% af vergum þjóðartekjum til málaflokksins og 0,23% árið 2014. Hæst var framlag Íslands 0,37% árið 2008. Markmið með þróunarsamvinnu Íslands er tvíþætt: Í fyrsta lagi að „styðja stjórnvöld í þróunarlöndum við að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilsufari, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun“ og í annan stað að „tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og veita mannúðar- og neyðaraðstoð.“ Það eru viðsjárverðir tímar. Átök geysa víða og af þeim sökum neyðist fólk jafnvel til að flýja heimili sín. Náttúruhamfarir, fátækt og skortur á menntun (einkum stúlkna) verða til þess að ástandið versnar. Ein afleiðing er aukinn fjöldi flóttafólks sem leitar til Evrópu og þar með talið Íslands. Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn? Við undirrituð, sem erum í forsvari fyrir hjálpar- og mannúðarsamtök í alþjóðlegu hjálparstarfi, skorum á verðandi ríkisstjórn og nýkjörið Alþingi að verða við yfirlýstum vilja þings og þjóðar og hækka framlög Íslands til þróunarsamvinnu þannig við getum aðstoðað fólk á heimslóðum þess, greitt götu kynjajafnréttis og eflt menntun stúlkna og drengja sem er forsenda aukinnar velferðar og velmegunar. Enginn vill þurfa að flýja, hvorki heimili sitt né heimaland, og hvað þá að láta lífið vegna fátæktar, hungursneyðar eða hamfara sem má koma í veg fyrir með aukinni samvinnu ríkra þjóða og fátækra. Standið við stóru orðin. Það er löngu orðið tímabært – og aldrei þarfara en nú.Bergsteinn Jónsson frkvstj. UNICEF á ÍslandiBjarni Gíslason frkvstj. Hjálparstarfs kirkjunnarErna Reynisdóttir frkvstj. Barnaheilla - Save the Children á ÍslandiFríður Birna Stefánsdóttir frkvstj. ABC barnahjálparInga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á ÍslandiKristín S. Hjálmtýsdóttir frkvstj. Rauða krossins á ÍslandiRagnar Gunnarsson frkvstj. KristniboðssambandsinsRagnar Schram frkvstj. SOS BarnaþorpaSelma Sif Ísfeld Óskarsdóttir formaður Alnæmisbarna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna um að velmegunarríki verji sem samsvarar 0,7% af vergum þjóðartekjum til að styðja við fátæk og óstöðug ríki. Á síðasta ári vörðu íslensk stjórnvöld hins vegar 0,24% af vergum þjóðartekjum til málaflokksins og 0,23% árið 2014. Hæst var framlag Íslands 0,37% árið 2008. Markmið með þróunarsamvinnu Íslands er tvíþætt: Í fyrsta lagi að „styðja stjórnvöld í þróunarlöndum við að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilsufari, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun“ og í annan stað að „tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og veita mannúðar- og neyðaraðstoð.“ Það eru viðsjárverðir tímar. Átök geysa víða og af þeim sökum neyðist fólk jafnvel til að flýja heimili sín. Náttúruhamfarir, fátækt og skortur á menntun (einkum stúlkna) verða til þess að ástandið versnar. Ein afleiðing er aukinn fjöldi flóttafólks sem leitar til Evrópu og þar með talið Íslands. Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn? Við undirrituð, sem erum í forsvari fyrir hjálpar- og mannúðarsamtök í alþjóðlegu hjálparstarfi, skorum á verðandi ríkisstjórn og nýkjörið Alþingi að verða við yfirlýstum vilja þings og þjóðar og hækka framlög Íslands til þróunarsamvinnu þannig við getum aðstoðað fólk á heimslóðum þess, greitt götu kynjajafnréttis og eflt menntun stúlkna og drengja sem er forsenda aukinnar velferðar og velmegunar. Enginn vill þurfa að flýja, hvorki heimili sitt né heimaland, og hvað þá að láta lífið vegna fátæktar, hungursneyðar eða hamfara sem má koma í veg fyrir með aukinni samvinnu ríkra þjóða og fátækra. Standið við stóru orðin. Það er löngu orðið tímabært – og aldrei þarfara en nú.Bergsteinn Jónsson frkvstj. UNICEF á ÍslandiBjarni Gíslason frkvstj. Hjálparstarfs kirkjunnarErna Reynisdóttir frkvstj. Barnaheilla - Save the Children á ÍslandiFríður Birna Stefánsdóttir frkvstj. ABC barnahjálparInga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á ÍslandiKristín S. Hjálmtýsdóttir frkvstj. Rauða krossins á ÍslandiRagnar Gunnarsson frkvstj. KristniboðssambandsinsRagnar Schram frkvstj. SOS BarnaþorpaSelma Sif Ísfeld Óskarsdóttir formaður Alnæmisbarna
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar