Fjöldi aldraðra býr við bág kjör Björgvin Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn fær það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en nýsamþykkt lög um almannatryggingar gera ráð fyrir. Ég hef hamrað á því í blaðagreinum allt síðasta kjörtímabil, að kjör aldraðra og öryrkja væru óásættanleg; það yrði að bæta þau myndarlega. Aldraðir ættu að geta lifað með reisn ævikvöld sitt. Öryrkjar ættu einnig að fá mannsæmandi kjör. En stjórnarherrar fráfarandi ríkisstjórnar lömdu hausnum við steininn allt kjörtímabilið, vildu ekki viðurkenna að neitt væri að hjá eldri borgurum og öryrkjum. Ég sagði alltaf, að dropinn holaði steininn, það mundi nást einhver árangur að lokum. Það rættist í kjölfar mikils baráttufundar Félags eldri borgara í Háskólabíó. Þá loks hreyfði ríkisstjórnin sig, ákvað að hækka aðeins lífeyri þeirra lífeyrisþega, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Áður hafði Eygló félagsmálaráðherra þverneitað því, að þessi lífeyrir yrði hækkaður, sagði, að það væru svo fáir á „strípuðum“ lífeyri! Ríkisstjórnin gaf einnig eftir í öðru máli; ákvað að taka upp 25 þús. króna frítekjumark vegna tekna lífeyrisþega. Fyrsti forustumaður fráfarandi stjórnar, sem tók undir málflutning eldri borgara þess efnis, að kjör aldraðra væru ekki nógu góð, var Lilja Alfreðsdóttir, nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins. Hún ritaði grein í Fréttablaðið um mál eldri borgara og sagði: Fjöldi fólks (eldri borgara) býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Hér er vandinn loks viðurkenndur en það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að nægar kjarabætur séu veittar öldruðum. Mér kemur þessi jákvæða afstaða hennar ekki óvart, þar eð hún er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, og þegar við Alfreð sátum saman í borgarstjórn var hann ákveðinn félagshyggjumaður. Við áttum gott samstarf.Launamisrétti að aukast Það er mikið verk að vinna að koma kjörum aldraðra og öryrkja í rétt horf. Það á ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að þeir geti rétt framfleytt sér. Nei, hækka á lífeyrinn það myndarlega, að lífeyrisþegar geti lifað með reisn og þurfi aldrei að kvíða morgundeginum. Ekkert bendir til þess að draga muni úr misrétti í þjóðfélaginu. Þvert á móti berast fréttir af því að launamisrétti sé að aukast. Ákveðið hefur verið að stórhækka enn laun þingmanna og ráðherra. Laun ráðherra hækka um hálfa milljón og verða um 2 milljónir á mánuði og laun þingmanna verða 1,1 milljón. Laun aldraðra og öryrkja eiga hins vegar að vera 195-227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er siðlaust. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn fær það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en nýsamþykkt lög um almannatryggingar gera ráð fyrir. Ég hef hamrað á því í blaðagreinum allt síðasta kjörtímabil, að kjör aldraðra og öryrkja væru óásættanleg; það yrði að bæta þau myndarlega. Aldraðir ættu að geta lifað með reisn ævikvöld sitt. Öryrkjar ættu einnig að fá mannsæmandi kjör. En stjórnarherrar fráfarandi ríkisstjórnar lömdu hausnum við steininn allt kjörtímabilið, vildu ekki viðurkenna að neitt væri að hjá eldri borgurum og öryrkjum. Ég sagði alltaf, að dropinn holaði steininn, það mundi nást einhver árangur að lokum. Það rættist í kjölfar mikils baráttufundar Félags eldri borgara í Háskólabíó. Þá loks hreyfði ríkisstjórnin sig, ákvað að hækka aðeins lífeyri þeirra lífeyrisþega, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Áður hafði Eygló félagsmálaráðherra þverneitað því, að þessi lífeyrir yrði hækkaður, sagði, að það væru svo fáir á „strípuðum“ lífeyri! Ríkisstjórnin gaf einnig eftir í öðru máli; ákvað að taka upp 25 þús. króna frítekjumark vegna tekna lífeyrisþega. Fyrsti forustumaður fráfarandi stjórnar, sem tók undir málflutning eldri borgara þess efnis, að kjör aldraðra væru ekki nógu góð, var Lilja Alfreðsdóttir, nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins. Hún ritaði grein í Fréttablaðið um mál eldri borgara og sagði: Fjöldi fólks (eldri borgara) býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Hér er vandinn loks viðurkenndur en það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að nægar kjarabætur séu veittar öldruðum. Mér kemur þessi jákvæða afstaða hennar ekki óvart, þar eð hún er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, og þegar við Alfreð sátum saman í borgarstjórn var hann ákveðinn félagshyggjumaður. Við áttum gott samstarf.Launamisrétti að aukast Það er mikið verk að vinna að koma kjörum aldraðra og öryrkja í rétt horf. Það á ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að þeir geti rétt framfleytt sér. Nei, hækka á lífeyrinn það myndarlega, að lífeyrisþegar geti lifað með reisn og þurfi aldrei að kvíða morgundeginum. Ekkert bendir til þess að draga muni úr misrétti í þjóðfélaginu. Þvert á móti berast fréttir af því að launamisrétti sé að aukast. Ákveðið hefur verið að stórhækka enn laun þingmanna og ráðherra. Laun ráðherra hækka um hálfa milljón og verða um 2 milljónir á mánuði og laun þingmanna verða 1,1 milljón. Laun aldraðra og öryrkja eiga hins vegar að vera 195-227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er siðlaust. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar