Innlent

Stormél hafa skollið á höfuðborgarsvæðinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Vindhviður hafa verið að ná stormstyrk í éljum í höfuðborginni.
Vindhviður hafa verið að ná stormstyrk í éljum í höfuðborginni. Vísir/Ernir
Stormél eru skollin á sunnan- og vestan til á landinu. Hafa vindhviður farið upp í 29 metra á sekúndu á Reykjanesbrautinni og yfir 20 metra á sekúndu á Hellisheiði auk þess sem þar er éljagangur og hálkublettir.

Vindhviður hafa verið að ná stormstyrk í éljum í höfuðborginni en Veðurstofan býst við að veðrið nái hámarki í kvöld. Hins vegar mun lægja talsvert í nótt.

Seint á morgun er gert ráð fyrir norðan hvassviðri eða storm með talsverðri snjókomu norðan- og austantil á landinu. Á fimmtudags er spáð norðan 15 - 23 metrum á sekúndu og því má búast við slæmu ferðaveðri.

Er fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri og færð og vera ekki á vanbúnum bifreiðum á þessum svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×