Handbolti

Markakeppni hjá landsliðskonunum á Selfossi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lovísa Thompson skoraði tíu mörk í sigri á Selfossi.
Lovísa Thompson skoraði tíu mörk í sigri á Selfossi. Vísir/Stefán
Landsliðskonurnar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Lovísa Thompson fóru báðar á kostum á Selfossi í kvöld í lokaleik níundu umferð Olís-deildar kvenna.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði tólf mörk og vann markakeppnina en tíu mörk Lovísu Thompson hjálpuðu Gróttuliðinu að vinna fimm marka sigur, 30-25.

Grótta er áfram bara í sjötta sæti deildarinnar þrátt fyrir sigurinn en nú tveimur stigum á undan Selfossliðinu.

Það var allt jafnt í hálfleik, 14-14, en Íslandsmeistarar Gróttu sýndu styrk sinn í seinni hálfleiknum.

Gróttuliðið er að rétta úr kútnum en þetta var annar sigur liðsins í röð eftir að hafa tapað sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni.

Innkoma Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur hefur þar mikil áhrif en hún var með sex mörk í leiknum í dag.



Selfoss- Grótta 25-30 (14-14)

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Dijana Radojevic 3, Adina Maria Ghidoarca 3, Carmen Palamariu 3, Kristrún Steinþórsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Lovísa Thompson 10, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Sunna María Einarsdóttir 5,  Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Guðný Hjaltadóttir 1, Emma Havin Sardarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×