Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 10:30 Frá samningafundinum í gær. Vísir/Eyþór Félag Vélstjóra og málmtæknimanna skrifaði í nótt undir nýjan kjarasamning við Samtök félaga í sjávarútvegi. Samningurinn mun gilda til ársloka 2018. Viðræðum sjómanna og SFS var hins vegar slitið í gærkvöldi eftir að þær strönduðu á mönnunarmálum og sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Verkfall sjómanna hófst því klukkan ellefu í gærkvöldi, en það nær til um 3.500 sjómanna. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Verkfallið mun einnig hafa áhrif á fiskvinnslu í landi sem og allan flutning fisks á milli staða hér á landi og á milli landa með flugi eða flutningaskipum. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM segir að eftir að Sjómannasamband Íslands hafi slitið viðræðunum í gær hafi viðræður um sérkröfur VM hafist. „Þegar við ákváðum að setjast yfir það þá gekk ýmislegt upp í því sem vantaði. Þannig að við ákváðum að klára þetta í nótt og skrifuðum undir samning með fyrirvara um samþykki samninganefndarinnar okkar og frestuðum verkfalli til klukkan þrjú á mánudaginn,“ segir Guðmundur í tilkynningu á vef VM. Enn fremur segir hann að náðst hafi utan um verðmál, lending hafi fengist um nýsmíðaákvæði og tekið hafi verið á ýmsum öðrum málum. Næst verði farið yfir samninginn með stóru samninganefndinni.Deilt um mönnun Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segir að Sjómannasambandið hafi slitið viðræðum þar sem sjómenn hafi gert „ófrávíkjanlega kröfu“ um að matsveini á uppsjávarskipum yrði óheimilt að ganga í starf háseta. Því yrði að fjölga um einn háseta á uppsjávarskipum. Deilurnar ná einnig til mönnunar á ísfisktogurum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður SFS í samtali við Vísi í gær. Sjómenn segja að telja að „allt of langt sé gengið í fækkun sjómanna“ á uppsjávarskiptum og ísfisktogurum. Hafa ber í huga að með fjölgun háseta myndu sjómennirnir sjálfir taka á sig launaskerðingu þar sem hlutur áhafnarinnar deilist á fleiri hendur. Þeir segja þetta vera öryggisatriði.Í tilkynningu SFS segir að fiskverðsmálefni, sem deilt hafi verið um lengi, hafi verið leidd í jörð. Samhljómur hafi verið um aukinn orlofsrétt og auknar greiðslur vegna hlífðarfatnaðar. Þá hafi samningsaðilar komist að samkomulagi um að láta framkvæma óháða athugun á öryggis- og hvíldarmálum sjómanna. Einnig hafi verið kominn samhljómur um að þak yrði sett á gildistíma nýsmíðaákvæðis, sem felur í sér að sjómenn taka þátt í kostnaði vegna kaupa nýrra skipa. Það er ákvæði frá kjarasamningum 2004.SFS segir mönnun skipa vera öryggismál og ef misbrestur sé á mönnun skipa mætti ætla að óháða athugunin, sem nefnd er hér að ofan, myndi leiða þann brest í ljós. Ljóst er að verkfallið mun standa yfir í minnst viku þar sem skip eru á leið í land frá Barentshafi, en sú ferð mun taka um viku. Ekki liggur fyrir hvenær sáttasemjari mun boða til fundar aftur á milli Sjómannasambandsins og SFS. Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Félag Vélstjóra og málmtæknimanna skrifaði í nótt undir nýjan kjarasamning við Samtök félaga í sjávarútvegi. Samningurinn mun gilda til ársloka 2018. Viðræðum sjómanna og SFS var hins vegar slitið í gærkvöldi eftir að þær strönduðu á mönnunarmálum og sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Verkfall sjómanna hófst því klukkan ellefu í gærkvöldi, en það nær til um 3.500 sjómanna. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Verkfallið mun einnig hafa áhrif á fiskvinnslu í landi sem og allan flutning fisks á milli staða hér á landi og á milli landa með flugi eða flutningaskipum. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM segir að eftir að Sjómannasamband Íslands hafi slitið viðræðunum í gær hafi viðræður um sérkröfur VM hafist. „Þegar við ákváðum að setjast yfir það þá gekk ýmislegt upp í því sem vantaði. Þannig að við ákváðum að klára þetta í nótt og skrifuðum undir samning með fyrirvara um samþykki samninganefndarinnar okkar og frestuðum verkfalli til klukkan þrjú á mánudaginn,“ segir Guðmundur í tilkynningu á vef VM. Enn fremur segir hann að náðst hafi utan um verðmál, lending hafi fengist um nýsmíðaákvæði og tekið hafi verið á ýmsum öðrum málum. Næst verði farið yfir samninginn með stóru samninganefndinni.Deilt um mönnun Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi segir að Sjómannasambandið hafi slitið viðræðum þar sem sjómenn hafi gert „ófrávíkjanlega kröfu“ um að matsveini á uppsjávarskipum yrði óheimilt að ganga í starf háseta. Því yrði að fjölga um einn háseta á uppsjávarskipum. Deilurnar ná einnig til mönnunar á ísfisktogurum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður SFS í samtali við Vísi í gær. Sjómenn segja að telja að „allt of langt sé gengið í fækkun sjómanna“ á uppsjávarskiptum og ísfisktogurum. Hafa ber í huga að með fjölgun háseta myndu sjómennirnir sjálfir taka á sig launaskerðingu þar sem hlutur áhafnarinnar deilist á fleiri hendur. Þeir segja þetta vera öryggisatriði.Í tilkynningu SFS segir að fiskverðsmálefni, sem deilt hafi verið um lengi, hafi verið leidd í jörð. Samhljómur hafi verið um aukinn orlofsrétt og auknar greiðslur vegna hlífðarfatnaðar. Þá hafi samningsaðilar komist að samkomulagi um að láta framkvæma óháða athugun á öryggis- og hvíldarmálum sjómanna. Einnig hafi verið kominn samhljómur um að þak yrði sett á gildistíma nýsmíðaákvæðis, sem felur í sér að sjómenn taka þátt í kostnaði vegna kaupa nýrra skipa. Það er ákvæði frá kjarasamningum 2004.SFS segir mönnun skipa vera öryggismál og ef misbrestur sé á mönnun skipa mætti ætla að óháða athugunin, sem nefnd er hér að ofan, myndi leiða þann brest í ljós. Ljóst er að verkfallið mun standa yfir í minnst viku þar sem skip eru á leið í land frá Barentshafi, en sú ferð mun taka um viku. Ekki liggur fyrir hvenær sáttasemjari mun boða til fundar aftur á milli Sjómannasambandsins og SFS.
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48