Trump hefur rætt við níu þjóðarleiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2016 14:00 Donald Trump hefur rætt við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, en ekki Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við að minnsta kosti níu þjóðarleiðtoga eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag. Athygli vekur að hann hefur ekki rætt við leiðtoga stærstu ríkja Evrópu – leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands. Í frétt Independent segir að Trump hafi rætt við leiðtoga Egyptalands, Írlands, Mexíkó, Ísrael, Tyrklands, Indlands, Japans, Ástralíu og Suður-Kóreu. Independent segir að Trump hafi enn ekki rætt við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lýsti sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem „sérstöku“ þegar hún óskaði Trump til hamingju með sigurinn í gær. Trump hefur þó ekki heyrt í May frá því að hann var kjörinn, nokkuð sem blaðið segir draga upp efasemdir um hvort samband ríkjanna sé svo „sérstakt“. Talsmaður Trump segir hann ekki vera með sérstök plön að heimsækja Evrópu áður en hann sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. May hefur þó sagst vilja eiga fund með Trump við fyrsta tækifæri til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Trump átti um tíu mínútna spjall við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og bauð honum til að sækja sérstaka veislu í Hvíta húsinu á degi heilags Patreks á næsta ári. Trump ræddi einnig við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í um tuttugu mínútur og munu þeir eiga sérstakan fund fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkja, í næstu viku. Í yfirlýsingu frá egypsku forsetaskrifstofunni segir að Abdel Fattah al-Sissi, forseti Egyptalands, hafi verið fyrsti þjóðarleiðtogi heims sem ræddi við Trump eftir að hann varð kjörinn. Ræddu þeir að efla tengsl ríkjanna. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, segir í tísti að sú staðreynd að Trump og May hafi ekki rætt saman, fái hann til að halda að Bretland sé nú einhvers staðar „aftarlega í röðinni“ meðal ríkja.Trump yet to call May, but has called Egypt Ireland Mexico Israel Turkey India Japan & Australia...almost like we are 'back of the queue'— Tim Farron (@timfarron) November 10, 2016 Donald Trump Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við að minnsta kosti níu þjóðarleiðtoga eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag. Athygli vekur að hann hefur ekki rætt við leiðtoga stærstu ríkja Evrópu – leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands. Í frétt Independent segir að Trump hafi rætt við leiðtoga Egyptalands, Írlands, Mexíkó, Ísrael, Tyrklands, Indlands, Japans, Ástralíu og Suður-Kóreu. Independent segir að Trump hafi enn ekki rætt við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lýsti sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem „sérstöku“ þegar hún óskaði Trump til hamingju með sigurinn í gær. Trump hefur þó ekki heyrt í May frá því að hann var kjörinn, nokkuð sem blaðið segir draga upp efasemdir um hvort samband ríkjanna sé svo „sérstakt“. Talsmaður Trump segir hann ekki vera með sérstök plön að heimsækja Evrópu áður en hann sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. May hefur þó sagst vilja eiga fund með Trump við fyrsta tækifæri til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Trump átti um tíu mínútna spjall við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og bauð honum til að sækja sérstaka veislu í Hvíta húsinu á degi heilags Patreks á næsta ári. Trump ræddi einnig við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í um tuttugu mínútur og munu þeir eiga sérstakan fund fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkja, í næstu viku. Í yfirlýsingu frá egypsku forsetaskrifstofunni segir að Abdel Fattah al-Sissi, forseti Egyptalands, hafi verið fyrsti þjóðarleiðtogi heims sem ræddi við Trump eftir að hann varð kjörinn. Ræddu þeir að efla tengsl ríkjanna. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, segir í tísti að sú staðreynd að Trump og May hafi ekki rætt saman, fái hann til að halda að Bretland sé nú einhvers staðar „aftarlega í röðinni“ meðal ríkja.Trump yet to call May, but has called Egypt Ireland Mexico Israel Turkey India Japan & Australia...almost like we are 'back of the queue'— Tim Farron (@timfarron) November 10, 2016
Donald Trump Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira