Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2016 11:32 Mótmælendur á Austurvelli köstuðu eggjum á Alþingishúsið eftir birtingu Panamaskjalanna í apríl. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir. Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að dagar Brúneggja séu taldir eftir umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um starfsemi Brúneggja. Hún gagnrýnir harðlega eftirlitsstofnanir landsins. „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu í gærkvöldi. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar vísar Vigdís, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar, í fjárlögin fyrir árið 2016 þar sem Matvælastofnun eru eyrnamerktir 1,6 milljarður króna. „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ spyr Vigdís og skýtur föstum skotum á Matvælastofnun. Það hafa fleiri gert og sérstaklega gagnrýnt að neytendur hafi ekki verið upplýstir um að eggjaframleiðandi seldi „vistvæn“ egg í lengri tíma án þess að uppfylla nokkur skilyrði þess efnis. Hvar eru karlarnir? Vigdís notar tækifærið og bendir á þær 450 milljónir milljóna króna sem Samkeppniseftirlitið fær á fjárlögum en nýlega var sekt eftirlitsins á MS lækkuð um 440 milljónir króna, í 40 milljónir króna. Vigdís segir sektina einkennilega og telur að hún verði að lokum felld niður hjá dómstólum. Simon Mar Sturluson, hjá Íslenskri bláskel í Stykkishólmi, blandar sér í umræðuna og tjáir Vigdísi að framleiðendur greiði Matvælastofnun 22.500 krónur á tímann fyrir úttekt sérfræðinga. „Hvaða rugl er þetta,“ svarar Vigdís að bragði og er greinilega ósátt við eftirlitsstofnanir landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi rifjar upp heimsókn sína á Jafnréttisstofu þar sem þeirri spurningu var varpað fram: „Hvar er karlarnir?“ Þá hafi verið fátt um svör en þau hafi að lokum verið á þá leið að það væru ekki nógu hæfir karlar sem sæktu um. „Þá svaraði ég - já karlarnir í bönkunum segja þetta um konurnar sem sækja um.“ Að neðan má sjá færslu Vigdísar en töluverð umræða hefur orðið í þræðinum sem henni fylgir.
Brúneggjamálið Ríkisútvarpið Alþingi Landbúnaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira