Steinkross gæti verið elsti grafreitur Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2016 22:45 Elstu grafreitir Íslendinga gætu verið að Steinkrossi á Rangárvöllum, sé sú kenning Einars Pálssonar rétt að sá staður hafi verið miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Landnemarnir í viðtali við Pétur Halldórsson, áhugamann um kenningar Einars. Það var árið 1969 sem fræðimaðurinn Einar Pálsson birti byltingarkenndar kenningar sínar um að í Njálssögu væri fólgið goðfræðilegt táknmál sem úr mætti lesa það sem hann kallaði Hjól Rangárhverfis og væri byggt á ævafornri speki og helgum tölum. Samkvæmt þeim gegndi jörðin Steinkross lykilhlutverki. Hún var miðjan í þeirri heimsmynd sem Einar las úr launmáli Njálu.Einar Pálsson, höfundur rita um rætur íslenskrar menningar. Hann lést árið 1996.Pétur Halldórsson er í hópi áhugamanna sem halda kenningum Einars á lofti. „Það er sennilega með merkilegri uppgötvunum í Íslandssögunni. Einar Pálsson finnur þetta kerfi í Njálssögu, - í launmáli Njálssögu,” segir Pétur. Kenningarnar hafa þó ætíð verið umdeildar, þannig segist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar ekki vita um neinn í sinni stétt sem trúi þessu.Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Þetta er svona heillandi og freistandi kannski að sjá eitthvað munstur í þessu. En ég veit ekki um neinn sem tekur neitt mark á þessu,” segir Guðrún. Þeir eru þó til innan háskólasamfélagsins sem telja að þetta sé ekki tóm steypa. Þannig segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, að fram séu komnar viðurkenndar vísindarannsóknir sem sýni að miklu meira hafi verið hugsað um einmitt svona staðsetningar og einhverskonar mælingar en menn vissu fyrir 20-30 árum. Þrídrangar í hafi voru eitt af kennileitunum sem mörkuðu Hjól Rangárhverfis, samkvæmt tilgátu Einars Pálssonar.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.En kannski gæti fornleifauppgröftur að Steinkrossi veitt svör. „Ég held því fram að hérna séu grafreitir, og jafnvel með þeim fyrstu sennilega, því miðað við þær heimsmyndir sem ég er að sjá um allan heim, þá eru grafreitir í miðjunni,” segir Pétur Halldórsson. Ítarlega var fjallað um kenningar Einars Pálssonar í þættinum Landnemarnir. Fornminjar Landnemarnir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Elstu grafreitir Íslendinga gætu verið að Steinkrossi á Rangárvöllum, sé sú kenning Einars Pálssonar rétt að sá staður hafi verið miðja sólúrs og goðfræðilegrar heimsmyndar á landnámsöld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Landnemarnir í viðtali við Pétur Halldórsson, áhugamann um kenningar Einars. Það var árið 1969 sem fræðimaðurinn Einar Pálsson birti byltingarkenndar kenningar sínar um að í Njálssögu væri fólgið goðfræðilegt táknmál sem úr mætti lesa það sem hann kallaði Hjól Rangárhverfis og væri byggt á ævafornri speki og helgum tölum. Samkvæmt þeim gegndi jörðin Steinkross lykilhlutverki. Hún var miðjan í þeirri heimsmynd sem Einar las úr launmáli Njálu.Einar Pálsson, höfundur rita um rætur íslenskrar menningar. Hann lést árið 1996.Pétur Halldórsson er í hópi áhugamanna sem halda kenningum Einars á lofti. „Það er sennilega með merkilegri uppgötvunum í Íslandssögunni. Einar Pálsson finnur þetta kerfi í Njálssögu, - í launmáli Njálssögu,” segir Pétur. Kenningarnar hafa þó ætíð verið umdeildar, þannig segist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingar ekki vita um neinn í sinni stétt sem trúi þessu.Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Þetta er svona heillandi og freistandi kannski að sjá eitthvað munstur í þessu. En ég veit ekki um neinn sem tekur neitt mark á þessu,” segir Guðrún. Þeir eru þó til innan háskólasamfélagsins sem telja að þetta sé ekki tóm steypa. Þannig segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, að fram séu komnar viðurkenndar vísindarannsóknir sem sýni að miklu meira hafi verið hugsað um einmitt svona staðsetningar og einhverskonar mælingar en menn vissu fyrir 20-30 árum. Þrídrangar í hafi voru eitt af kennileitunum sem mörkuðu Hjól Rangárhverfis, samkvæmt tilgátu Einars Pálssonar.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson.En kannski gæti fornleifauppgröftur að Steinkrossi veitt svör. „Ég held því fram að hérna séu grafreitir, og jafnvel með þeim fyrstu sennilega, því miðað við þær heimsmyndir sem ég er að sjá um allan heim, þá eru grafreitir í miðjunni,” segir Pétur Halldórsson. Ítarlega var fjallað um kenningar Einars Pálssonar í þættinum Landnemarnir.
Fornminjar Landnemarnir Rangárþing ytra Tengdar fréttir Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Forn varða talin hluti af launspeki landnámsins Stór varða í útjaðri Reykjavíkur sögð hluti af útmældu kerfi sem tengdist árstíðaskiptum og gangi himintungla. 27. nóvember 2016 08:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent