Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur sneri aftur á bekk liðsins í leiknum gegn Haukum í Dominos-deildinni á föstudagskvöldið. Sigurður hefur verið í veikindaleyfi og Hjörtur Hjartarson stjórnað liðinu í hans fjarveru í upphafi tímabilsins.
Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson ræddu endurkomu Sigurðar í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudaginn og hvaða áhrif hann myndi hafa á Keflavíkurliðið.
Þeir félagar ræddu sín á milli um stöðu Keflavíkur og rótleysið sem hefur einkennt liðið. Hermann sagði liðið vera að leika skrýtinn bolta og vera ólíka sjálfum sér frá því í fyrra.
Umræðu þeirra Kjartans, Hermanns og Kristins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld: Endurkoma Sigurðar Ingimundarsonar
Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



