Kúbumenn órólegir vegna Trump Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 10:52 Obama og Raul Castro takast í hendur Vísir/EPA Eftir fráfall Fidel Castro í gær hefur mikill óróleiki seytlað um sig í Kúbu sérstaklega í ljósi þess að nýr forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun taka við stjórnartaumunum 20. janúar á næsta ári. Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna á ný. Haft er eftir einum Kúbumanni í frétt BBC þar sem hann segir: „Það verður líklega minna um túrista. Það mun hafa áhrif á efnahaginn og alla Kúbverja.“Grunnur að betri samskiptumTengslin milli Kúbu og Bandaríkjanna hafa, eins og mörgum er kunnugt, verið stirð undanfarna áratugi. Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Viðskiptabann og diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn þangað í mars á þessu ári. Fram af því hafði enginn bandarískur forseti heimsótt landið frá ári byltingarinnar 1959 þegar Fidel Castro og stuðningsmenn hans steyptu herstjóranum Fulgencio Batista af stóli en sá hafði mikinn stuðning bandarískra stjórnvalda. Sú bylting markaði þáttaskil í samskiptum þessara tveggja ríkja og settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu og slitu um leið stjórnmálatengslum við landið.Trump er ólíkindatólDonald Trump hefur sagt að í hans valdatíð verði kúbanska sendiráðinu í Flórída lokað og lagði hann sig fram við að sannfæra Kúbumenn, sem búsettir eru í Flórída, að honum væri mikið í nöp við þá Castro-bræður. Viðbrögð Trump við fráfalli Castro voru meðal annars að kalla hann „miskunnarlausan einræðisherra.“ Kúbumenn eru því óvissir hvernig Trump muni taka á þessum málum.Misjöfn viðbrögðFráfall Fidel Castro hefur fengið misjöfn viðbrögð út um allan heim. Margir hafa syrgt leiðtogann og hefur stjórnmálafólk víðsvegar að sent frá sér yfirlýsingar vegna þessa. Hins vegar hafa ekki allir syrgt þennan umdeilda leiðtoga eins og sjá mátti í fréttum frá Flórída í gær þegar Kúbumenn búsettir þar þustu út á götur borgarinnar og fögnuðu ákaft. Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Eftir fráfall Fidel Castro í gær hefur mikill óróleiki seytlað um sig í Kúbu sérstaklega í ljósi þess að nýr forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun taka við stjórnartaumunum 20. janúar á næsta ári. Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna á ný. Haft er eftir einum Kúbumanni í frétt BBC þar sem hann segir: „Það verður líklega minna um túrista. Það mun hafa áhrif á efnahaginn og alla Kúbverja.“Grunnur að betri samskiptumTengslin milli Kúbu og Bandaríkjanna hafa, eins og mörgum er kunnugt, verið stirð undanfarna áratugi. Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Viðskiptabann og diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn þangað í mars á þessu ári. Fram af því hafði enginn bandarískur forseti heimsótt landið frá ári byltingarinnar 1959 þegar Fidel Castro og stuðningsmenn hans steyptu herstjóranum Fulgencio Batista af stóli en sá hafði mikinn stuðning bandarískra stjórnvalda. Sú bylting markaði þáttaskil í samskiptum þessara tveggja ríkja og settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu og slitu um leið stjórnmálatengslum við landið.Trump er ólíkindatólDonald Trump hefur sagt að í hans valdatíð verði kúbanska sendiráðinu í Flórída lokað og lagði hann sig fram við að sannfæra Kúbumenn, sem búsettir eru í Flórída, að honum væri mikið í nöp við þá Castro-bræður. Viðbrögð Trump við fráfalli Castro voru meðal annars að kalla hann „miskunnarlausan einræðisherra.“ Kúbumenn eru því óvissir hvernig Trump muni taka á þessum málum.Misjöfn viðbrögðFráfall Fidel Castro hefur fengið misjöfn viðbrögð út um allan heim. Margir hafa syrgt leiðtogann og hefur stjórnmálafólk víðsvegar að sent frá sér yfirlýsingar vegna þessa. Hins vegar hafa ekki allir syrgt þennan umdeilda leiðtoga eins og sjá mátti í fréttum frá Flórída í gær þegar Kúbumenn búsettir þar þustu út á götur borgarinnar og fögnuðu ákaft.
Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34
Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04
Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39
Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06