Kosningateymi Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, segist hlynnt því að atkvæði verði endurtalin í Wisconsin ríki í Bandaríkjunum. Jill Stein, frambjóðandi Græningja, hefur þegar farið fram á endurtalningu í Wisconsin og Pennsylvaníu, og er unnið að því að telja atkvæði að nýju í Wisconsin.
Stein lagði jafnframt til að Clinton færi einnig fram á endurtalningu, en Clinton hefur ekki brugðist við tillögu hennar fyrr en nú. Lögmaður Clinton sagði í yfirlýsingu að þrátt fyrir að engar sannanir séu fyrir því að átt hafi verið við niðurstöðurnar beri teyminu skylda til þess að ganga úr skugga um að farið hafi verið að lögum við talninguna.
Donald Trump, sem bar sigur úr býtum í forsetakosningunum, hefur gagnrýnt þessa ákvörðun Jill Stein, og kallað hana „svindl“, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Samt sem áður hélt Trump því fram fyrir kosningar að reynt yrði að hafa áhrif á niðurstöður þeirra. Trump vann nauman sigur í í Wisconsin og Pennsylvaníu og standist það að átt hafi verið við atkvæðagreiðsluna gæti það breytt niðurstöðum kosninganna.
Clinton styður kröfu um endurtalningu

Tengdar fréttir

Hvetja Clinton til að krefjast endurtalningar í þremur ríkjum
Marga grunar að átt hafi verið við rafrænar kosningavélar í nokkrum ríkjum.

Wisconsin undirbýr endurtalningu í næstu viku
Wisconsin fylki í Bandaríkjunum undirbýr nú endurtalningu allra atkvæða í fylkinu vegna mögulegs kosningasvindls. Áður höfðu John Bonifaz og J. Alex Halderman, lögfræðingar og sérfræðingar í kosningalögum, hvatt frambjóðendur til að krefjast endurtalningar til að komast að raun um ástæður sigur Trumps í þessum ríkjum.