Fullkomin afsökun Trumps fyrir verndarstefnu Lars Christensen skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun