Trump mildast í afstöðu sinni til loftslagsmála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2016 23:15 Segist vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu, þvert á það sem hann sagði í kosningabaráttunni. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið úr andstöðu sinni við baráttuna gegn hlýnun jarðar. Hann segist nú vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum. Þetta kom fram í máli Donald Trump á fundi með blaðamönnum New York Times í dag, fundi sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Trump hefur á undanförnum dögum ítrekað gagnrýnt fréttaflutning blaðsins fyrir fréttir Segja má að sigur Trump í forsetakosningunum hafi boðað váleg tíðindi í baráttunni gegn loftsmálum sé miðað við það sem Trump sagði í aðdraganda kosninganna. Hann sagði ítrekað að hann myndi draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum.Sjá einnig:Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálumSpurður hvort að hann myndi standa við þetta loforð sitt ávirtist Trump ekki vera jafn afdráttarlaus í afstöðu sinni til samkomulagsins. „Ég er að skoða það vel og vandlega. Ég hef opinn huga fyrir samkomulaginu,“ sagði Trump sem bætti þó við að hann vildi fá að sjá hvaða samkomulagið myndi kosta bandarísk fyrirtæki og hvaða áhrif það myndi hafa á samkeppnishæfni þeirra. Árið 2012 sagði Trump að hlýnun jarðar væri ekkert nema samsæri runnið undan rifjum Kínverja en hann virðist nú trúa því að maðurinn hafi haft áhrif á hlýnun jarðar „Það eru einhver tengsl þarna á milli,“ sagði Trump. „Það er eitthvað en óvíst hversu mikið.“ Trump fór um víðan völl á fundi sínum með New York Times og virtist draga úr afstöðu sinni í mörgum málum sem þóttu umdeild í kosningabaráttunni.Frásögn New York Times af fundinum má lesa hér. Donald Trump Tengdar fréttir Conway: Engar áætlanir um að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton Donald Trump hyggst ekki fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og meðferð hennar á tölvupóstum eftir að hann tekur við völdum í janúar. 22. nóvember 2016 14:20 Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið úr andstöðu sinni við baráttuna gegn hlýnun jarðar. Hann segist nú vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum. Þetta kom fram í máli Donald Trump á fundi með blaðamönnum New York Times í dag, fundi sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Trump hefur á undanförnum dögum ítrekað gagnrýnt fréttaflutning blaðsins fyrir fréttir Segja má að sigur Trump í forsetakosningunum hafi boðað váleg tíðindi í baráttunni gegn loftsmálum sé miðað við það sem Trump sagði í aðdraganda kosninganna. Hann sagði ítrekað að hann myndi draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum.Sjá einnig:Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálumSpurður hvort að hann myndi standa við þetta loforð sitt ávirtist Trump ekki vera jafn afdráttarlaus í afstöðu sinni til samkomulagsins. „Ég er að skoða það vel og vandlega. Ég hef opinn huga fyrir samkomulaginu,“ sagði Trump sem bætti þó við að hann vildi fá að sjá hvaða samkomulagið myndi kosta bandarísk fyrirtæki og hvaða áhrif það myndi hafa á samkeppnishæfni þeirra. Árið 2012 sagði Trump að hlýnun jarðar væri ekkert nema samsæri runnið undan rifjum Kínverja en hann virðist nú trúa því að maðurinn hafi haft áhrif á hlýnun jarðar „Það eru einhver tengsl þarna á milli,“ sagði Trump. „Það er eitthvað en óvíst hversu mikið.“ Trump fór um víðan völl á fundi sínum með New York Times og virtist draga úr afstöðu sinni í mörgum málum sem þóttu umdeild í kosningabaráttunni.Frásögn New York Times af fundinum má lesa hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Conway: Engar áætlanir um að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton Donald Trump hyggst ekki fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og meðferð hennar á tölvupóstum eftir að hann tekur við völdum í janúar. 22. nóvember 2016 14:20 Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Conway: Engar áætlanir um að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton Donald Trump hyggst ekki fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og meðferð hennar á tölvupóstum eftir að hann tekur við völdum í janúar. 22. nóvember 2016 14:20
Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07