Trump mildast í afstöðu sinni til loftslagsmála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2016 23:15 Segist vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu, þvert á það sem hann sagði í kosningabaráttunni. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið úr andstöðu sinni við baráttuna gegn hlýnun jarðar. Hann segist nú vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum. Þetta kom fram í máli Donald Trump á fundi með blaðamönnum New York Times í dag, fundi sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Trump hefur á undanförnum dögum ítrekað gagnrýnt fréttaflutning blaðsins fyrir fréttir Segja má að sigur Trump í forsetakosningunum hafi boðað váleg tíðindi í baráttunni gegn loftsmálum sé miðað við það sem Trump sagði í aðdraganda kosninganna. Hann sagði ítrekað að hann myndi draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum.Sjá einnig:Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálumSpurður hvort að hann myndi standa við þetta loforð sitt ávirtist Trump ekki vera jafn afdráttarlaus í afstöðu sinni til samkomulagsins. „Ég er að skoða það vel og vandlega. Ég hef opinn huga fyrir samkomulaginu,“ sagði Trump sem bætti þó við að hann vildi fá að sjá hvaða samkomulagið myndi kosta bandarísk fyrirtæki og hvaða áhrif það myndi hafa á samkeppnishæfni þeirra. Árið 2012 sagði Trump að hlýnun jarðar væri ekkert nema samsæri runnið undan rifjum Kínverja en hann virðist nú trúa því að maðurinn hafi haft áhrif á hlýnun jarðar „Það eru einhver tengsl þarna á milli,“ sagði Trump. „Það er eitthvað en óvíst hversu mikið.“ Trump fór um víðan völl á fundi sínum með New York Times og virtist draga úr afstöðu sinni í mörgum málum sem þóttu umdeild í kosningabaráttunni.Frásögn New York Times af fundinum má lesa hér. Donald Trump Tengdar fréttir Conway: Engar áætlanir um að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton Donald Trump hyggst ekki fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og meðferð hennar á tölvupóstum eftir að hann tekur við völdum í janúar. 22. nóvember 2016 14:20 Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið úr andstöðu sinni við baráttuna gegn hlýnun jarðar. Hann segist nú vera opinn fyrir því að Bandaríkin verði áfram þáttakandi í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum. Þetta kom fram í máli Donald Trump á fundi með blaðamönnum New York Times í dag, fundi sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu. Trump hefur á undanförnum dögum ítrekað gagnrýnt fréttaflutning blaðsins fyrir fréttir Segja má að sigur Trump í forsetakosningunum hafi boðað váleg tíðindi í baráttunni gegn loftsmálum sé miðað við það sem Trump sagði í aðdraganda kosninganna. Hann sagði ítrekað að hann myndi draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum.Sjá einnig:Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálumSpurður hvort að hann myndi standa við þetta loforð sitt ávirtist Trump ekki vera jafn afdráttarlaus í afstöðu sinni til samkomulagsins. „Ég er að skoða það vel og vandlega. Ég hef opinn huga fyrir samkomulaginu,“ sagði Trump sem bætti þó við að hann vildi fá að sjá hvaða samkomulagið myndi kosta bandarísk fyrirtæki og hvaða áhrif það myndi hafa á samkeppnishæfni þeirra. Árið 2012 sagði Trump að hlýnun jarðar væri ekkert nema samsæri runnið undan rifjum Kínverja en hann virðist nú trúa því að maðurinn hafi haft áhrif á hlýnun jarðar „Það eru einhver tengsl þarna á milli,“ sagði Trump. „Það er eitthvað en óvíst hversu mikið.“ Trump fór um víðan völl á fundi sínum með New York Times og virtist draga úr afstöðu sinni í mörgum málum sem þóttu umdeild í kosningabaráttunni.Frásögn New York Times af fundinum má lesa hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Conway: Engar áætlanir um að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton Donald Trump hyggst ekki fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og meðferð hennar á tölvupóstum eftir að hann tekur við völdum í janúar. 22. nóvember 2016 14:20 Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Conway: Engar áætlanir um að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton Donald Trump hyggst ekki fá sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og meðferð hennar á tölvupóstum eftir að hann tekur við völdum í janúar. 22. nóvember 2016 14:20
Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07