Angela Merkel vill fjórða kjörtímabilið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 19:00 Enginn vafi er á því að Angela Merkel er einn merkasti stjórnmálaleiðtogi seinni tíma í Evrópu. Hún hefur nú verið kanslari Þýskalands í ellefu ár og höfðu lengi verið vangaveltur um hvort þessi valdamesta kona heims myndi bjóða sig fram enn á ný í komandi kosningum í Þýskalandi 2017. Í dag batt hún endi á óvissuna þegar hún tilkynnti, fyrst samstarfsfólki sínu í Kristilega demókrataflokknum og loks fjölmiðlum, að hún sækist eftir endurkjöri. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel því fjórða við mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár.Nýtur enn mikils persónufylgis Merkel hefur í stjórnartíð sinni glímt við risavaxnar áskoranir eins og kreppuna á evrusvæðinu og mestu fjölgun flóttafólks í álfunni frá Síðari heimsstyrjöld. Sagan mun dæma um hvort ákvörðun hennar um að opna landamæri Þýskalands fyrir fólki í neyð var rétt en til skamms tíma hefur það reynst Kristilegum demókrötum dýrkeypt í fylgi. En þótt vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn ótrúlega mikils persónufylgis. Samkvæmt skoðanakönnun sem þýska blaðið Bild am Sonntag birti í dag styðja 55 prósent Þjóðverja, meira en helmingur kjósenda, fjórða kjörtímabil Merkel sem kanslara, en 39% vilja sjá hana hverfa á braut.Merkel í fylkingabrjósti frjálslyndis Margir líta nú Merkel sem helsta leiðtoga frjálslyndis og stöðugleika á Vesturöndum í dag, en ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir hana á næsta kjörtímabili, haldi hún völdum. Merkel hefur þegar misst einn sinn helsta bandamann á alþjóðasviðinu, Barack Obama, og kjör Donald Trump er talið geta gefið hægriflokkum Evrópu byr undir báða vængi. Þar á meðal eru Alternativ für Deutscland í heimalandi hennar og Front National í Frakklandi.Franska þjóðfylkingin sækir fram Þar í landi fer verður einnig kjörinn þjóðarleiðtogi á næsta ári og er Francoise Holland talinn eiga llitla möguleika á endurkjöri. Skoðanakannanir til þess að valið muni standa milli Marine Le Pen, leiðtoga hægri öfgamanna, og frambjóðanda Lýðveldisflokksins, en fyrri hluti forkosninga Lýðveldisflokksins fer fram í dag og í framboði eru meðal annars Nicolas Sarkozy og Alain Juppe fyrrverandi forsætisráðherra. Úrslitin í Frakklandi gætu haft mikið að segja um framhald stjórnartíðar Merkel, og um leið stefnu Evrópu allrar næstu árin. Donald Trump Tengdar fréttir Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enginn vafi er á því að Angela Merkel er einn merkasti stjórnmálaleiðtogi seinni tíma í Evrópu. Hún hefur nú verið kanslari Þýskalands í ellefu ár og höfðu lengi verið vangaveltur um hvort þessi valdamesta kona heims myndi bjóða sig fram enn á ný í komandi kosningum í Þýskalandi 2017. Í dag batt hún endi á óvissuna þegar hún tilkynnti, fyrst samstarfsfólki sínu í Kristilega demókrataflokknum og loks fjölmiðlum, að hún sækist eftir endurkjöri. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel því fjórða við mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár.Nýtur enn mikils persónufylgis Merkel hefur í stjórnartíð sinni glímt við risavaxnar áskoranir eins og kreppuna á evrusvæðinu og mestu fjölgun flóttafólks í álfunni frá Síðari heimsstyrjöld. Sagan mun dæma um hvort ákvörðun hennar um að opna landamæri Þýskalands fyrir fólki í neyð var rétt en til skamms tíma hefur það reynst Kristilegum demókrötum dýrkeypt í fylgi. En þótt vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn ótrúlega mikils persónufylgis. Samkvæmt skoðanakönnun sem þýska blaðið Bild am Sonntag birti í dag styðja 55 prósent Þjóðverja, meira en helmingur kjósenda, fjórða kjörtímabil Merkel sem kanslara, en 39% vilja sjá hana hverfa á braut.Merkel í fylkingabrjósti frjálslyndis Margir líta nú Merkel sem helsta leiðtoga frjálslyndis og stöðugleika á Vesturöndum í dag, en ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir hana á næsta kjörtímabili, haldi hún völdum. Merkel hefur þegar misst einn sinn helsta bandamann á alþjóðasviðinu, Barack Obama, og kjör Donald Trump er talið geta gefið hægriflokkum Evrópu byr undir báða vængi. Þar á meðal eru Alternativ für Deutscland í heimalandi hennar og Front National í Frakklandi.Franska þjóðfylkingin sækir fram Þar í landi fer verður einnig kjörinn þjóðarleiðtogi á næsta ári og er Francoise Holland talinn eiga llitla möguleika á endurkjöri. Skoðanakannanir til þess að valið muni standa milli Marine Le Pen, leiðtoga hægri öfgamanna, og frambjóðanda Lýðveldisflokksins, en fyrri hluti forkosninga Lýðveldisflokksins fer fram í dag og í framboði eru meðal annars Nicolas Sarkozy og Alain Juppe fyrrverandi forsætisráðherra. Úrslitin í Frakklandi gætu haft mikið að segja um framhald stjórnartíðar Merkel, og um leið stefnu Evrópu allrar næstu árin.
Donald Trump Tengdar fréttir Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila