Gunnar Bragi ósammála Vigdísi: „Fjölmiðlar staðið sig býsna vel“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 10:32 Landbúnaðarráðherra er ekki sammála ummælum Vigdísar Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss sé aðför að íslenskum landbúnaði. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“ Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“
Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19