Uppsveiflu Trumps lýkur fyrir páska Lars Christensen skrifar 7. desember 2016 09:00 Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun