Bandaríkjaher leyfir ekki olíuleiðslu nærri verndarsvæði frumbyggja í Norður-Dakóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2016 23:30 Frá mótmælum vegna olíuleiðslunnar. vísir/getty Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna. Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna.
Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira